Ný, köld og lítil stjarna í nágrenni okkar

Ný, köld og lítil stjarna í nágrenni okkar

Á þessari nýju mynd VISTA sjónauka ESO sést nýfundinn brúnn dvergur, VVV BD001, sem er að finna í átt að miðju Vetrarbrautarinnar. Hann er fyrsti brúni dvergurinn sem finnst í nágrenni okkar í geimnum í VVV verkefninu. VVV BD001 er í rétt 55 ljósára fjarlægð frá okkur og sést í miðju þessarar þysjanlegu myndar.

Brúnir dvergar eru stjörnur sem urðu aldrei að stjörnum eins og sólin okkar. Þeir eru oft kallaðir „misheppnaðar stjörnur“ en eru stærri en reikistjarnan Júpíter en minni en venjulegar stjörnur.

Tvennt er óvenjulegt við þennan brúna dverg. Í fyrsta lagi er hann sá fyrsti sem finnst í átt að miðju Vetrarbrautarinnar, á einu þéttasta svæði himinsins. Í öðru lagi tilheyrir hann óvenjulegum hópi stjarna sem kallast „óvenju bláir brúnir dvergar“ — ekki er vitað hvers vegna þeir eru blárri en þeir ættu að vera.

Brúnir dvergar verða til á sama hátt og stjörnur en hafa ekki nægan massa til að hefja vetnisbruna og verða venjulegar stjörnur. Af þeim sökum eru þeir miklu kaldari og gefa frá sér mun minni birtu svo erfiðara er að finna þá. Stjörnufræðingar leita venjulega að þessum fyrirbærum með nær- og mið-innrauðum myndavélum og sérstökum sjónaukum sem eru næmir fyrir þessum köldu stjörnum. Venjulega forðast menn þó að leita að þeim í stjörnuskara, á þéttum svæðum eins og miðsvæðum Vetrarbrautarinnar.

VISTA (Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) er stærsti kortlagningarsjónauki heims og er staðsettur í Paranal stjörnustöð ESO í Chile. Sjónaukinn er notaður í sex mismunandi verkefni sem ganga út að kortleggja himinhvolfinu en VVV (VISTA Variables in the Via Lactea) verkefnið er hugsað til að skrásetja um milljað fyrirbæra við miðsvæði Vetrarbrautarinnar. VVV BD8001 fannst fyrir tilviljun í þessu verkefni.

Vísindamenn hafa einnig notað VVV skrárnar til að útbúa þrívítt kort af miðbungu Vetrarbrautarinnar (eso1339). Gögnin hafa líka verið notuð til að setja saman gríðarstóra 108.200 sinnum 81.500 pixla litmynd með nærri níu milljarða pixla (eso1242), eina stærstu stjörnuljósmynd sem tekin hefur verið.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO, and D. Minniti and J. C. Beamín (Pontificia Universidad Católica de Chile).

Um myndina

Auðkenni:potw1338a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Sep 23, 2013, 10:00 CEST
Stærð:1501 x 1501 px

Um fyrirbærið

Nafn:VVV BD001
Tegund:Milky Way : Star : Type : Brown Dwarf
Fjarlægð:55 ljósár
Constellation:Ophiuchus

Myndasnið

Stór JPEG
1,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
554,6 KB
1280x1024
832,6 KB
1600x1200
979,5 KB
1920x1200
1,0 MB
2048x1536
1,4 MB

Hnit

Position (RA):17 26 40.04
Position (Dec):-27° 38' 2.14"
Field of view:8.53 x 8.53 arcminutes
Stefna:Norður er 33.6° højre frá lóðréttu