Á flugi yfir Armazones
Þessa glæsilegu loftmynd af Cerro Armazones tók Gerhard Hüdepohl, enn af ljósmyndurum ESO. Á þessu augnabliki raðaðist allt fullkomlega upp fyrir ljósmyndarann: Fullkomið augnablik.
Hüdepohl starfar sem rafmagnsverkfræðingur hjá Very Large Telescope (VLT) Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli á Cerro Paranal, öflugasta sjónauka heims fyrir sýnilegt ljós og flaggskip ESO. Hüdepohl tók þessa mynd þegar hann flaug frá Antofagasta til Santiago. Skömmu eftir að vélin tók á loft flaug hún yfir útsýnisflug yfir Cerro Armazones og hefði Hüdepohl ekki getað beðið um betri aðstæður. Á þessu augnabliki fangaði hann þetta óvenjulega sjónarhorn, hátt yfir stórkostlegu eyðimerkurlandslaginu.
Á myndinni sést Atacamaeyðimörkinni ótrúlega skýrt en þunnir hlykkjóttir vegslóðarnir standa út úr rykugu landslaginu. Þessi malarvegur liggur upp á tind Cerro Armazones. Um þessar mundir er þar rannsóknarbúnaður en innan tíðar verður tindurinn framtíðarheimili European Extremely Large Telescope (E-ELT), 40 metra breiðs sjónauka sem mun ekki aðeins svara spurningum í stjarnvísindum, heldur varpa fram nýjum og finna vonandi svör við þeim líka.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Hüdepohl (www.atacamaphoto.com)
Um myndina
Auðkenni: | potw1336a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Sep 9, 2013, 10:00 CEST |
Stærð: | 3648 x 2736 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Atacama Desert, Cerro Armazones, Extremely Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Planet : Feature : Surface : Mountain Unspecified : Technology : Observatory |
Bakgrunnsmynd