PESSTO tekur mynd af sprengistjörnu í Messier 74

Í PESSTO verkefni ESO náðist þessi mynd af Messier 74, glæsilegri þyrilvetrarbraut með áberandi arma. Helsta viðfangsefni myndarinnar er bjarta stjarnan neðarlega vinstra megin. Hún birtist fyrst seint í júlímánuði 2013 og reyndist sprengistjarna af gerð II og fékk nafnið SN 2013ej.

Sprengistjörnur af gerð II verða til þegar kjarni massamikillar stjörnu hrynur saman undan eigin þyngdarkrafti við ævilok. Við hrunið verður mikil sprenging sem varpar efni langt út í geiminn. Sprengistjarnan getur orðið skærari en samanlögð birta allrar vetrarbrautarinnar sem hýsir hana og getur sést í vikur, jafnvel mánuði.

PESSTO (Public ESO Spectroscopic Survey for Transient Objects) verkefnið er hugsað til að rannsaka fyrirbæri sem birtast í stuttan tíma á næturhimninum, eins og sprengistjörnur. Verkefnið gerir það með hjálp fjölda tækja á NTT (New Technology Telescope) í La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þessi nýja mynd af SN 2013ej var tekin með NTT.

SN 2013ej er þriðja sprengistjarnan sem sést hefur í Messier 72 á þessari öld. Hinar tvær voru SN 2002ap og SN 2003gd. KAT hópurinn í Kaliforníu tilkynnti fyrstur um sprengistjörnuna þann 25. júlí 2013 en stjörnuáhugamaðurinn Christina Feliciano tók mynd af stjörnunni með SLOOH Space Camera nokkrum dögum eða klukkustundum áður en hún sprakk. Þessi nýja mynd af SN 2013ej var tekin með NTT í þessu verkefni.

Af fyrirbærum Messierskrárinnar er Messier 74, í stjörnumerkinu Fiskunum, eitt erfiðasta fyrirbærið fyrir stjörnuáhugamenn að sjá vegna lágrar yfirborðsbirtu. Reyndir stjörnuáhugamenn ættu að geta séð SN 2013ej næstu vikur sem daufa og dofnandi stjörnu.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/PESSTO/S. Smartt

Um myndina

Auðkenni:potw1335a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Sep 2, 2013, 10:00 CEST
Stærð:980 x 985 px

Um fyrirbærið

Nafn:Messier 74, SN 2013ej
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Local Universe : Star : Evolutionary Stage : Supernova
Fjarlægð:30 milljón ljósár
Constellation:Pisces

Myndasnið

Stór JPEG
314,7 KB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
245,0 KB
1280x1024
373,5 KB
1600x1200
495,1 KB
1920x1200
534,2 KB
2048x1536
710,7 KB

Hnit

Position (RA):1 36 41.85
Position (Dec):15° 47' 0.27"
Field of view:3.95 x 3.97 arcminutes
Stefna:Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Sýnilegt
B
440 nmNew Technology Telescope
EFOSC
Sýnilegt
V
548 nmNew Technology Telescope
EFOSC
Sýnilegt
R
640 nmNew Technology Telescope
EFOSC