Stjörnubjört nótt á La Silla

Aragrúi stjarna prýðir næturhiminninn á þessari mynd sem stjörnufræðingurinn Håkon Dahle tók. Ljósmyndarinn sjálfur stendur fremst á myndinni, innan um skuggamyndir nokkurra hvolfþaka La Silla stjörnustöðvar ESO.

Margir stjörnufræðingar eru prýðisgóðir ljósmyndarar sem ætti ekki að koma á óvart. ESO hefur staðsett stjörnustöðvar sínar í Atacamaeyðimörkinni, á nokkrum af bestu stöðum Jarðar til að rannsaka himinhvolfið. Af sömu ástæðu eru þessir staðir með þeim bstu á Jörðinni til að ljósmynda næturhiminninn.

Håkon tók myndina þegar hann dvaldi í viku við rannsóknir með 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Á þeim tíma fengu aðrir rannsóknarhópar annað slagið lykilinn að stjörnustöðinni og gafst Håkon þá tækifæri til að dást að himninum — og fanga hann á mynd svo aðrir fengju að sjá.

Vetrarbrautin okkar er meira áberandi á suðurhveli en norðurhveli vegna þess að þaðan sést miðja hennar betur. Samt sem áður er Vetrarbrautin fremur dauf á næturhimninum á suðurhveli og týnist jafnan í ljósmengun eða tunglskininu.

Eitt það mikilvægasta við La Silla stjörnustöðina er að hún er fjarri öllum borgarljósum svo himinninn er mjög dimmur. Lofthjúpurinn er líka mjög tær svo mistur byrgir okkur ekki sýn. Himinninn yfir La Silla er svo dimmur að Vetrarbrautin getur varpað skuggum.

Håkon sendi þessa mynd inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar.

Mynd/Myndskeið:

ESO/H. Dahle

Um myndina

Auðkenni:potw1333a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 19, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4211 x 2832 px

Um fyrirbærið

Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky

Myndasnið

Stór JPEG
3,8 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
390,8 KB
1280x1024
632,5 KB
1600x1200
885,4 KB
1920x1200
1,0 MB
2048x1536
1,3 MB