Belti Venusar yfir Cerro Paranal

Á þessari mynd er horft í austurátt frá Paranal stjörnustöðinni, fáeinum sekúndum eftir að sólin settist. Appelsínugulur bjarminn frá sólsetrinu lýsir upp 1,8 metra hjálparsjónaukana og í fjarska svífur næstum fullt tungl á himninum. Myndin er þó áhugaverðari fyrir annarra hluta sakir, fyrirbæri sem kallast belti Venusar.

Gráblái skugginn yfir sjóndeildarhringnum er skuggi Jarðar og þar fyrir ofan er bleikur bjarmi. Þessi bjarmi myndast fyrir tilverknað rauða ljóssins í sólsetrinu þegar lofthjúpur Jarðar dreifir sólarljósinu. Sama fyrirbæri sést líka skömmu fyrir sólarupprás. Mjög svipuð áhrif verða við almyrkva á sólu.

Á myndinni sjást þrír af fjórum 1,8 metra hjálpaarsjónauknum sem hýstir eru í litlum færanlegum byggingum. Þessir sjónaukar eru notaðir í víxlmælingar en þá vinna tveir eða fleiri sjónaukar saman og mynda sýndarspegil sem aftur gerir stjörnufræðingum kleift að sjá mun fínni smáatriði en greina má með stökum sjónauka.

Carolin Liefke tók þessa mynd þegar hún heimsótti Paranal og sendi hana inn í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar úr til að birtast sem mynd vikunnar eða í myndasafni okkar. Carolin starfar hjá Haus der Astronome (Stjörnufræðihúsinu), mennta- og miðlunarmiðstöð fyrir stjarnvísindi í Heidelberg í Þýskalandi og er auk þess meðlimur í ESO Science Outreach Network (ESON). Fulltrúar ESON færa aðildarríkjum og öðrum löndum fréttir af ESO með því að þýða fréttatilkynningar og vera tengiliðir fyrir fjölmiðla.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

C. Liefke/ESO 

Um myndina

Auðkenni:potw1331a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Ágú 5, 2013, 10:00 CEST
Stærð:3746 x 2514 px

Um fyrirbærið

Nafn:Auxiliary Telescopes, Moon, Very Large Telescope Interferometer
Tegund:Solar System : Planet : Satellite
Unspecified : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Ray-Shadow : Earth shadow
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
2,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
186,2 KB
1280x1024
322,1 KB
1600x1200
475,6 KB
1920x1200
575,9 KB
2048x1536
778,4 KB