Messier 100 — Tilkomumikil þyrilvetrarbraut
Útlitslega eru þyrilvetrarbrautir oft mjög tilkomumiklar og sjaldan glæsilegri en þegar við sjáum þær ofan frá. Á myndinni sést prýðisgott dæmi um það. Þetta er þyrilvetrarbrautin Messier 100 í stjörnumerkinu Bereníkuhaddi en hún er í um 55 milljón ljósára fjarlægð frá Jörðinni.
Þótt Messier 100 hafi mjög vel afmarkaða þyrilarma, hefur hún líka bjálka í miðjunni og telst því vetrarbraut af SAB gerð. Þótt bjálkinn sjáist ekki vel á myndinni hafa stjörnufræðingar staðfest tilvist hans með því að skoða vetrarbrautina á öðrum bylgjulengdum.
Þessi skarpa og skýra mynd sýnir vel helstu einkenni vetrarbrauta af þessari gerð.: Risavaxin rauðglóandi ský úr vetnisgasi sem geisla frá sér orku sem nýfæddar og massamiklar stjörnur hafa gefið þeim; samfelldur bjarmi gamalla gulleitra stjarna við miðjuna og svartar ryktæjur sem liggja í gegnum arma vetrarbrautarinnar.
Messier 100 er ein bjartasta vetrarbrautin í Meyjarþyrpingunni, nálægustu þyrpingu vetrarbrauta við Vetrarbrautina okkar. Í henni eru yfir 2.000 vetrarbrautir, þar á meðal þyrilvetrarbrautir, sporvölur og óreglulegar vetrarbrautir. Myndin var sett saman úr myndum sem teknar voru í gegnum rauða (R), græna (V) og bláa (B) síu með FORS mælitækinu á Very Large Telescope ESO í Paranal stjörnustöðinni í Chile.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO
Um myndina
Auðkenni: | potw1330a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Júl 29, 2013, 10:00 CEST |
Stærð: | 1257 x 943 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | M 100, Messier 100 |
Tegund: | Local Universe : Galaxy : Type : Spiral |
Fjarlægð: | 55 milljón ljósár |
Constellation: | Coma Berenices |
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 12 22 54.92 |
Position (Dec): | 15° 49' 20.11" |
Field of view: | 5.26 x 3.94 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.1° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | Very Large Telescope FORS1 |
Sýnilegt V | Very Large Telescope FORS1 |
Sýnilegt R | Very Large Telescope FORS1 |