Evrópsk loftnet í starfsstöð ALMA

Á þessari mynd sjáum við loftnet sem verða hlutar af Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Loftnetin þrjú fremst á myndinni, sem og nokkur í bakgrunni, eru hluti af framlagi ESO til ALMA, samkvæmt samningi við evrópska AEM samstarfið [1]. Í heild útvegar ESO tuttugu og fimm af 12 metra loftnetunum. Norðurameríski þátttakandinn í ALMA leggur til önnur tuttugu fimm 12 metra loftnet en afgangurinn, tólf 7 metra og fjögur 12 metra loftnet sem mynda Atacama Compact Array, koma frá austur asíska þáttakandanum í ALMA.

Loftnetin sjást hér í þjónustumiðstöð ALMA sem er í 2.900 metra hæð í hlíðum Andesfjallanna í Chile. Loftnetin fremst á myndinni eru í uppsetningaraðstöðu AEM, þar sem þau eru sett saman og prófuð ítarlega áður þau eru afhent stjörnustöðinni. Loftnetin í bakgrunni hafa þegar verið afhent en annað hvort er verið að prófa þau frekari eða koma nemunum fyrir í þeim. Þegar loftnetin eru tilbúin eru þau flutt upp í starfsstöðina á Chajnantor hásléttunni í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar sameinast þau öðrum loftnetum og munu vinna saman að rannsóknum á sumum af dýpstu spurningum okkar um uppruna okkar í alheiminum. Þegar loftnetin verða öll tilbúin verður þjónustumiðstöðin áfram miðpunktur daglegrar starfsemi ALMA, bæði sem vinnustaður stjörnufræðinga og þeirra sem sjá um viðhald stjörnustöðvarinnar.

Við sjóndeildarhringinn er Andesfjallgarðurinn en eldkeilan Licancabur rís hæst. Licancabur er á landamærum Chile og Bólivíu og setur sterkan svip á landslag svæðisins.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Skýringar

[1] Í AEM samstarfinu eru Thales Alenia Space, European Industrial Engineering og MT-Mechatronics.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)

Um myndina

Auðkenni:potw1326a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 1, 2013, 10:00 CEST
Stærð:5616 x 3744 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
5,1 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
310,5 KB
1280x1024
476,6 KB
1600x1200
672,6 KB
1920x1200
831,5 KB
2048x1536
1,0 MB