Tunglskin og sverðbjarmi yfir La Silla

Hátt fyrir ofan skýjaþykknið er La Silla, fyrsta stjörnustöð ESO í Chile. Frá þessu sjónarhorni minnir hún ef til vill á borg úr framtíðinni í einhverri vísindaskáldsögu. Stjörnufræðingurinn Alan Fitzsimmons tók myndina þegar hann stóð úti við 3,6 metra sjónauka ESO skömmu eftir sólsetur. Tunglið er fyrir utan myndina en lýsir upp stjörnustöðina og skýjabakkann fyrir neðan.

Daufi gulglóandi bjarminn sem rís upp úr skýjabakkanum, í roða sólsetursins, er sverðbjarminn. Sverðbjarmann má rekja til rykagna í sólkerfinu sem dreifir sólarljósinu. Bjarminn er aðeins sýnilegur skömmu eftir sólsetur eða skömmu fyrir sólarupprás á tilteknum árstímum við bestu aðstæður.

Á myndinni sjást nokkrir sjónaukar. Stóra átthyrnda byggingin við enda vegarins er New Technology Telescope (NTT). Hann ber nafn með rentu því þegar smíði hans lauk árið 1989 var tæknin á bak við hann byltingarkennd. Til dæmis voru virk sjóntæki notuð í fyrsta sinn sem og átthyrnda byggingin sem hýsir sjónaukann. Margar af tækninýjungum NTT lögðu grunninn að Very Large Telescope ESO.

Undir hvolfþakinu í forgrunni, hægra meginn, er svissneski 1,2 metra Leonhard Euler sjónaukinn, nefndur eftir svissneska stærðfræðingnum Leonhard Euler (1707-83).

Alan sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar.

Mynd/Myndskeið:

A. Fitzsimmons/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1325a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 24, 2013, 10:00 CEST
Stærð:3529 x 2395 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla, New Technology Telescope, Swiss 1.2-metre Leonhard Euler Telescope
Tegund:Milky Way : Sky Phenomenon : Night Sky : Zodiacal Light
Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
1,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
167,7 KB
1280x1024
254,6 KB
1600x1200
346,9 KB
1920x1200
367,1 KB
2048x1536
525,8 KB