Þrumur og eldingar
Þessi rafmagnaða mynd var tekin föstudaginn 7. júní 2013 þegar skrugguveður geysaði yfir Cerro Paranal. Stóru byggingarnar sem hýsa VLT sjónaukana fjóra, hver á stærð við átta hæða hús, eru dvergvaxnar undir öflugum storminum.
Vinstra megin á myndinni glittir í staka stjörnu sem virðist fylgjast með sýningunni — einn ljóspunktur á dimmum himninum. Þetta er Prókýon, bjart tvístirni í stjörnumerkinu Litlahundi.
Ský eru sjaldséð fyrirbæri yfir Paranal stjörnustöð ESO. Að meðaltali eru 330 dagar á ári heiðskírir á þessum stað. Þrumur og eldingar eru enn sjaldgæfari því stjörnustöðin er á einum þurrasta stað Jarðar: Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli. Ef ský eru til staðar er stjörnustöðin oftast fyrir ofan þau.
Verkfræðingurinn Gerhard Hüdepohl, einn af ljósmyndurum ESO, hefur starfað sem verkfræðingur á Paranal í 16 ár og hafði aðeins séð eldingar þar einu sinni áður — hann greip því myndavélina og hljóp út til að festa þessa einstöku sýn á mynd.
Mynd/Myndskeið:ESO/G. Hüdepohl
Um myndina
Auðkenni: | potw1324a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jún 17, 2013, 10:00 CEST |
Stærð: | 7360 x 4912 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Cerro Paranal, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory Solar System : Sky Phenomenon : Light Phenomenon : Lightning |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd