Þrjár plánetur stíga dans yfir La Silla

Á himinhvolfinu þessa dagana er sýning sem glatt hefur bæði stjörnufræðinga og stjörnuljósmyndara. Á himninum er nefnilega okstaða eða raðstaða — það er þegar þrír hnettir eða fleiri raða sér upp í röð á himnum. Himinhnettirnir eru allir á svipaðri breiddargráðu miðað við sólbauginn í því sem kallast líka þreföld samstaða. Vitaskuld er hér aðeins um að ræða uppröðun frá sjónarhóli okkar á Jörðinni en það dregur ekki neitt úr tignarleikanum. Í þessu tilviki eru hnettirnir þrjár reikistjörnur og það eina sem þarf til að njóta sýningarinnar er heiðskír himinn við sólsetur.

Því miður sést þessi samstaða ekki frá Íslandi en Yuri Beletsky, einn af ljósmyndurum ESO, var á góðum stað til að virða fyrir sér þetta fallega sjónarspil frá La Silla stjörnustöð ESO í norðurhluta Chile sunnudaginn 26. maí. Eftir sólsetur birtust þrjár af reikistjörnum sólkerfisins — Júpíter (efst), Venus (niðri til vinstri) og Merkúríus (niðri til hægri) — yfir hvolfþökum sjónaukanna og stigu himneskan dans.

Uppröðun á borð við þessa gerist á nokkurra ára fresti; seinast í maí 2011 en næst í október 2015. Þessi himneski þríhyrningur sást best síðustu viku maímánaðar en fólk á suðlægari slóðum en Íslandi getur haldið áfram að fylgjast með reikistjörnunum þremur reika um himininn næstu daga og vikur.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

Y. Beletsky (LCO)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1322a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jún 3, 2013, 10:00 CEST
Stærð:3000 x 2091 px

Um fyrirbærið

Nafn:Jupiter, La Silla, Mercury, Venus
Tegund:Solar System : Planet
Solar System : Sky Phenomenon
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
1,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
147,7 KB
1280x1024
233,0 KB
1600x1200
338,5 KB
1920x1200
408,6 KB
2048x1536
577,1 KB