Gárur á stjörnuhimninum yfir Chile

Við fyrstu sýn gæti þessi dáleiðandi mynd minnt á gárur eftir stein sem hefur verið varpað ofan í vatn. Þetta mynstur er engu að síður komið til vegna sýndarhreyfingar stjarna á suðurhveli himins og brellum ljósmyndarans. Myndin var tekin á tindi Cerro Armazones, 3.046 metra háu fjalli í miðri Atacamaeyðimörkinni í Andesfjöllum Chile.

Löngu ljósrákirnar eru slóðir stjarna og hver slóð eftir eina stjörnu á næturhimninum. Þessar rákir, sem augað nemur ekki, koma fram ef ljósop myndavélar er haft opið í langan tíma. Lýsingartími niður í allt að 15 mínútur dugir til að kalla rákirnar fram. Í þessu tilviki skeytti ljósmyndarinn saman mörgum ljósmyndum sem teknar voru á styttri tíma og bjó þannig til þessa mynd. Gleiðlinsan sem notuð var fyrir þessa röð sýnir himinpólinn til hægri og miðbaug himins rétt fyrir ofan litla turninn.

Hinn mikli fjöldi ráka á myndinni sýnir líka vel þær frábæru aðstæður sem ríkja á Aramazones: Lofthjúpurinn er kristaltær og ljósmengun engin vegna þess hve fjallið er á afskekktum stað. Þetta er ein af ástæðum þess að fjallið var valið sem framtíðarheimili stærsta auga Jarðar; hins fyrirhugaða European Extremely Large Telescope (E-ELT).

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Brunier

Um myndina

Auðkenni:potw1321a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 27, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4256 x 2832 px

Um fyrirbærið

Nafn:Cerro Armazones
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
7,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
473,4 KB
1280x1024
849,6 KB
1600x1200
1,2 MB
1920x1200
1,5 MB
2048x1536
2,1 MB