Dáðst að Vetrarbrautinni

Það er erfitt fyrir jafnvel reyndustu stjörnufræðinga að standast freistinguna til að staldra við í miðjum klíðum og virða fyrir sér fegurð næturhiminsins á suðurhveli. Þetta er sjálfsmynd sem stjörnufræðingurinn Alan Fitzsimmons tók milli stjörnuathugana í La Silla stjörnustöð ESO.

Á myndinni stendur stjörnufræðingurinn grafkyrr og dökkur ásýndum á Jörðinni undir stjörnubjörtum himninum. Vetrarbrautarslæðan með allan sinn stjörnuskara og sín dökku rykský liggur þvert yfir myndina.

Stjörnustöðvar ESO eru staðsettar í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile, mjög strjálbýlu svæði, sem býr við tæran og dimman himinn sem liggur til grundvallar stjarnvísindarannsókna í hæsta gæðaflokki.

La Silla er fyrsta stjörnustöð ESO, stofnuð árið 1969 og hýsir fjölda sjónauka með allt að 3,6 metra safnspegil. Í La Silla eru meira en 300 nætur heiðskírar á ári og staðurinn því kjörinn undir framúrskarandi sjónauka en hentar líka frábærlega til að gefa sér tíma og góna upp í stjörnuhiminninn.

Alan sendi þessa mynd í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Flickr hópurinn er skoðaður reglulega og bestu myndirnar valdar til fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar.

Mynd/Myndskeið:

ESO/A. Fitzsimmons

Um myndina

Auðkenni:potw1320a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 20, 2013, 10:00 CEST
Stærð:3888 x 2592 px

Um fyrirbærið

Nafn:La Silla
Tegund:Solar System : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way
Milky Way
Unspecified : People : Other/General

Myndasnið

Stór JPEG
2,2 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
272,0 KB
1280x1024
428,4 KB
1600x1200
599,1 KB
1920x1200
710,9 KB
2048x1536
909,0 KB