Stjörnur á snúningi yfir Residencia á Cerro Paranal

Farid Char, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa fallegu mynd af stjörnum prýddum suðurhimninum yfir Residencia hótelinu í Paranal stjörnustöð ESO í Chile.

Farid tók 30 mínútna ljósmynd til þess að fanga hreyfingu stjarnanna sem er tilkomin vegna snúnings jarðar. Í miðjunni sést suðurpóll himins en vinstra megin, efst á myndinni, sjást þokublettir Litlu og Stóru Magellansskýjanna sem eru nágrannavetrarbrautir okkar.

Dökka glerhýsið undir stjörnuhimninum er þakið á Residencia byggingunni. Frá árinu 2002 hefur þessi einstaka bygging, sem er að hluta til neðanjarðar, verið griðarstaður þeirra vísindamanna og verkfræðinga sem starfa við stjörnustöðina. Á daginn hleypir 35 metra breiða hvolfið náttúrulegri birtu inn í bygginguna.

Þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem ríkja í stjörnustöðinni — sem staðsett er í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli í þurra loftinu í Atacamaeyðimörkinni — eru dýru verði keyptar. Fólk upplyfir sterkt sólarljós á daginn, mjög lítið rakastig og mikla hæð sem gerir því erfitt fyrir að draga andann. Til að hjálpa fólki að slaka á og endurnæra sig eftir langar vaktir á fjallstindinum, er nokkurs konar heilsulind í Residencia með litlum garði, sundlaug sem eykur rakastig loftsins, setustofu, matsal og ýmsu öðru sem styttir fólki stundir. Byggingin rúmar meira en 100 manns.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/F. Char

Um myndina

Auðkenni:potw1313a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Apr 1, 2013, 10:00 CEST
Stærð:4272 x 2848 px

Um fyrirbærið

Nafn:Star Trails, Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail : Star
Unspecified : Technology : Observatory : Facility

Myndasnið

Stór JPEG
3,5 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
270,4 KB
1280x1024
434,2 KB
1600x1200
619,1 KB
1920x1200
739,8 KB
2048x1536
994,3 KB