Týnda vetrarbrautin

Á þessari mynd sést vetrarbrautin NGC 4535 í stjörnumerkinu Meyjunni fyrir framan fjölmargar enn fjarlægari og daufari vetrarbrautir. Við horfum nánast beint ofan á vetrarbrautina svo hún er næstum hringlaga. Í miðju hennar er áberandi bjálkamyndun með sveigðar rykslæður og arma sem skaga út frá sitt hvorum enda bjálkans. Blái litur þyrilarmanna bendir til þess að í þeim sé mikill fjöldi heitra ungra stjarna. Í miðjunni eru hins vegar eldri og kaldari stjörnur sem gefa bungu vetrarbrautarinnar gulleitt yfirbragð.

Myndin var tekin í sýnilegu ljósi með FORS1 mælitækinu á einum af hinum 8,2 metra breiðu Very Large Telescope ESO. Vetrarbrautin sést í gegnum litla áhugamannasjónauka en sá sem fyrstu barði hana augum var William Herschel árið 1785. Í gegnum litla sjónauka sést NGC 4535 sem draugaleg þokumóða og varð útlit hennar til þess að stjörnuáhugamaðurinn Leland S. Copeland nefndi hana „Týndu vetrarbrautina“ upp úr 1950.

NGC 4535 er ein stærsta vetrarbrautin í Meyjarþyrpingunni, stórri þyrpingu allt að 2000 vetrarbrauta í rúmlega 50 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þótt Meyjarþyrpingin sé ekki mikið stærri að þvermáli en Grenndarhópurinn — sá hópur sem Vetrarbrautin okkar tilheyrir — inniheldur hún næstum fimmtíu sinnum fleiri vetrarbrautir.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1312a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Mar 25, 2013, 10:00 CET
Stærð:2046 x 2046 px

Um fyrirbærið

Nafn:NGC 4535
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Local Universe : Galaxy : Type : Barred
Fjarlægð:55 milljón ljósár
Constellation:Virgo

Myndasnið

Stór JPEG
1,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
214,1 KB
1280x1024
378,8 KB
1600x1200
642,7 KB
1920x1200
890,1 KB
2048x1536
974,1 KB

Hnit

Position (RA):12 34 20.28
Position (Dec):8° 11' 51.52"
Field of view:6.83 x 6.83 arcminutes
Stefna:Norður er 90.1° højre frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
Sýnilegt
B
Very Large Telescope
FORS1
Sýnilegt
B+V
Very Large Telescope
FORS1
Sýnilegt
V
Very Large Telescope
FORS1

 

Sjá einnig