Ljóseindir fangaðar

Rannsóknarsjónaukar eru útbúnir fyrsta flokks myndavélum sem, með hjálp stórra safnspegla sjónaukanna, gera stjörnufræðingum kleift að fanga dauft ljósið sem djúpfyrirbæri gefa frá sér. Hins vegar er líka hægt að taka fallegar myndir án stórra sjónauka með öllu látlausari myndavélum.

Stjörnuljósmyndarar nota hefðbundnari myndavélar til að taka myndir af fyrirbærum á stjörnuhimninum, oftar en ekki á mun stærri skala en stórir sjónaukar í stjörnustöðvum gera. Stundum taka þeir mynd af landslagi í leiðinni og búa þannig til falleg póstkort af alheiminum eins og hann birtist okkur frá jörðinni.

Sem dæmi sýnir mynd þessarar viku hinn 3,58 metra breiða New Technology Telescope (NTT) í La Silla stjörnustöðinni undir stjörnubjörtum suðurhimninum. Á myndinni blasir Vetrarbrautin okkar við sem þokukennd slæða á himninum. Dökku svæðin í Vetrarbrautinni eru rykský sem byrgja sýn á stjörnur í bakgrunni. Hægra meginn við sjónaukann sést Stóra Magellansskýið sem móðublettur á himninum Þessi nálæga, óreglulega vetrarbraut er áberandi á suðurhimninum. Hún hringsólar um Vetrarbrautina okkar og ber þess merki að hafa afmyndast vegna víxlverkunar við hana.

Myndina tók Håkon Dahle sem er virtur stjörnufræðingur. Hann sendi myndina inn í Your ESO Pictures Flickr myndahópinn sem er yfirfarinn reglulega og bestu myndirnar valdar fyrir mynd vikunnar eða í myndasafn okkar.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/H. Dahle 

Um myndina

Auðkenni:potw1311a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 18, 2013, 10:00 CET
Stærð:3974 x 2814 px

Um fyrirbærið

Nafn:Large Magellanic Cloud, LMC, New Technology Telescope
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Irregular
Local Universe : Galaxy : Size : Dwarf
Unspecified : Sky Phenomenon : Night Sky : Milky Way
Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
3,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
323,2 KB
1280x1024
515,9 KB
1600x1200
716,4 KB
1920x1200
847,8 KB
2048x1536
1,1 MB

 

Sjá einnig