Snjórinn leggst yfir Atacama eyðimörkina
Atacamaeyðimörkin er einn þurrasti staður heims. Fyrir því liggja nokkrar ástæður. Andesfjallgarðurinn tignarlegi og strönd Chile koma í veg fyrir að ský berist frá austri til vesturs, auk þess sem kaldi Humboldt hafstraumurinn í Kyrrahafinu, sem myndar lag úr svölu lofti við ströndina, að regnský myndist. Þar fyrir utan myndast hæð í suðaustanverðu Kyrrahafi sem hjálpar líka til við að halda Atacamaeyðimörkinni þurri. Þessar þurru aðstæður réðu einna mestu um að ESO ákvað að koma Very Large Telescope (VLT) fyrir á Paranalfjalli í Atacamaeyðimörkinni. Í Paranal stjörnustöðinni á Cerro Paranal er úrkoma venjulega innan við tíu millímetrar á ári og raki oft undir 10%. Aðstæður til stjörnuathugana eru framúrskarandi og heiðskírt meira en 300 nætur á ári.
Örsjaldan kemur fyrir að veðrið trufli þær frábæru aðstæður til stjörnuathugana sem ríkja í Atacamaeyðimörkinni. Stöku sinnum á ári snjóar þó í eyðimörkinni eins og sést á þessari fallegu víðmynd af Cerro Paranal. Á tindinum vinstra megin er VLT en litlu neðar og örlítið til hægri er VISTA kortlagningarsjónaukinn. Himininn er heiðskír eins og venjulega en annað harla óvenjulegt: Þunnt lag af lausamjöll hefur umbreytt eyðimerkurlandslaginu og skapað þetta óvenjulega og fallega útsýni.
Myndina tók Stéphane Guisard, einn af ljósmyndurum ESO, þann 1. ágúst 2011.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/S. Guisard(www.eso.org/~sguisard)
Um myndina
Auðkenni: | potw1309a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Mar 4, 2013, 10:00 CET |
Stærð: | 8337 x 4000 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Very Large Telescope, Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy |
Tegund: | Solar System : Technology : Observatory |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd