Halastjarnan og leysigeislinn

Gerhard Hüdepohl, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd af Very Large Telescope (VLT) ESO á meðan prófun fór fram á nýjum leysigeisla fyrir VLT þann 14. febrúar 2013. Leysigeislinn leikur lykilhlutverk í Laser Guide Star Facility (LGSF), sem gerir stjörnufræðingum kleift að leiðrétta stærstan hluta af ókyrrðinni í lofthjúpi jarðar svo hægt sé að ná miklu skarpari myndum. Engu að síður er ekki erfitt að ímynda sér geislann sem leysibyssu sem beint er að einhvers konar innrásarher utan úr geimnum. 

Fyrir ofan sjónaukann er glæsilegt útsýni til Vetrarbrautarinnar og eitt annað fyrirbæri sem gerir myndina enn sérstæðari. Hægra megin við miðja mynd, rétt fyrir neðan Litla Magellansskýið, innan um stjörnuskarann á Chilehimninum, er lítill grænn blettur með daufan hala sem liggur til vinstri. Þetta er halastjarnan Lemmon, sem fannst fyrir skömmu og varð bjartari en búist var við, á ferðalagi um himininn á suðurhveli jarðar.

Mynd/Myndskeið:

G.Hüdepohl (atacamaphoto.com)/ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1308a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Feb 25, 2013, 10:00 CET
Stærð:4788 x 7242 px

Um fyrirbærið

Nafn:C/2012 F6 (Lemmon)
Tegund:Solar System : Interplanetary Body : Comet
Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
13,9 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
460,3 KB
1280x1024
773,3 KB
1600x1200
1,1 MB
1920x1200
1,4 MB
2048x1536
1,8 MB

 

Sjá einnig