Leysigeisli og ljóslistaverk
Eina heiðskíra nótt í Bæjaralandi kom starfsfólk ESO saman til að taka upp ESOcast þátt um nýja leysigeislastjörnukerfi ESO, sem sést hér í gangi í Allgäu stjörnustöðinni í Ottobeuren í Þýskalandi. Á löngum lýsingartíma myndarinnar kveikti starfsfólkið ljósið á símum sínum og skrifaði „ESO“ þar sem það stóð fyrir framan stjörnustöðina. Vinstra megin við lóðrétta leysigeislan sést Vetrarbrautin okkar. Rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn yfir stjörnustöðinni sjást slóðir flugvéla í fjarska. Leysigeislin er öflugur, 20 wött, og til að verja flugmenn og farþega skilgreinir þýska flugumferðarstjórnin flugbannssvæði í kringum stjörnustöðina á næturnar.
Leysigeislastjörnur eru gervistjörnur sem leysigeisli býr til í lofthjúpi jarðar. Leysigeislinn örvar natríumatóm í 90 kílómetra hæð svo þau glóa. Þannig verður til gervistjarna á himninum sem sjónaukar geta greint. Með því að fylgjast náið með gervistjörnunni geta aðlögunarsjóntæki í sjónaukanum leiðrétt bjagandi áhrif lofthjúpsins á mælingarnar.
Hönnun ESO byggir á litlum sjónauka sem skýtur öflugum leysigeisla upp í himininn og hægt er að festa á stærri sjónauka. ESO hefur einkaleyfi á þessari hönnun og verður hún notuð fyrir fjögur samskonar kerfi sem komið verður fyrir á Very Large Telescope. Sambærilegt kerfi mun einnig leika lykilhlutverk í European Extremely Large Telescope (E-ELT).
Tenglar
- ESOcast þáttur um leysigeislastjörnur
- Meira um ESO Wendelstein leysigeislastjörnukerfið
- Meira um Allgäu stjörnustöðina
ESO/M. Kornmesser
Um myndina
Auðkenni: | potw1306a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Feb 11, 2013, 10:00 CET |
Stærð: | 4928 x 3264 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Allgäu Public Observatory, Laser Guide Star |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Facility |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd