Þyrping í þungavigt

Á þessari djúpmynd sést það sem kallast ofurþyrping vetrarbrauta — risahópur vetrarbrautaþyrpinga sem sjálfar þyrpast saman. Þessi tiltekna þyrping, sem kallast Abell 901/902, samanstendur af þremur meginþyrpingum og fjölda vetrarbrautaþráða sem er dæmigert þegar um ofurþyrpingar er að ræða. Ein þyrping, Abell 901a, sést fyrir ofan og hægra megin við áberand rauða stjörnu í forgrunni, nálægt miðri mynd. Önnur, Abell 901b, er lengra til hægri við Abell 901a en litlu neðar. Beint fyrir neðan rauðu stjörnuna, í átt að neðsta hluta myndarinnar, sést svo Abell 902.

Ofurþyrpingin Abell 901/902 er í rétt rúmlega tveggja milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni og geymir mkinn fjölda vetrarbrauta á svæði sem er um 16 milljónir ljósára á breidd. Til samanburðar er Grenndarhópurinn — sem inniheldur Vetrarbrautina okkar og meira en 50 aðrar vetrarbrautir — um tíu milljónir ljósára að þvermáli.

Þessi mynd var tekin með Wide Field Imager (WFI) myndavélinni á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni í Chile. Árið 2008 notuðu stjörnufræðingar gögn frá Hubble geimsjónauka NASA og ESA til að kortleggja nákvæmlega dreifingu hulduefnis í ofurþyrpingunni og sýndu fram á að þyrpingin og stakar vetrarbrautir í henni eru innan í miklum hulduefniskekkjum. Til þess verks skoðuðu stjörnufræðingarnir hvernig ljós frá 60.000 fjarlægum vetrarbrautum á bak við ofurþyrpinguna, bjagaðist vegna þyngdaráhrifa frá hulduefninu í henni sem sagði síðan til um dreifingu þess. Talið er að massi hulduefniskekkjanna í Abell 901/902 sé um það bil tiu trilljón sinnum meiri en massi sólar.

Myndin sem hér sést er hluti af COMBO-17 kortlagningunni sem gerð er í gegnum 17 mismunandi ljóssíur með WFI myndavélinni. Hingað til hafa meira en 25.000 vetrarbrautir fundist í COMBO-17 verkefninu.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1304a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Jan 28, 2013, 10:00 CET
Stærð:7595 x 7557 px

Um fyrirbærið

Nafn:NAME ACO 901-902 SUPERCLUSTER
Tegund:Early Universe : Galaxy : Grouping : Supercluster
Fjarlægð:z=0.16 (rauðvik)
Constellation:Sextans

Myndasnið

Stór JPEG
25,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
366,9 KB
1280x1024
556,7 KB
1600x1200
750,6 KB
1920x1200
839,5 KB
2048x1536
1,1 MB

Hnit

Position (RA):9 56 17.78
Position (Dec):-10° 1' 27.67"
Field of view:30.12 x 29.97 arcminutes
Stefna:Norður er 0.1° højre frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðBylgjulengdSjónauki
Útfjólublátt
U
340 nmMPG/ESO 2.2-metre telescope
WFI
Sýnilegt
B
451 nmMPG/ESO 2.2-metre telescope
WFI
Sýnilegt
V
539 nmMPG/ESO 2.2-metre telescope
WFI
Sýnilegt
R
651 nmMPG/ESO 2.2-metre telescope
WFI
Innrautt
I
783 nmMPG/ESO 2.2-metre telescope
WFI

 

Sjá einnig