APEX undir mánaskini

Önnur stjörnubjört nótt á Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllum Chile. Vaxandi tungl skín skært á þessari mynd og yfirgnæfir önnur fyrirbæri á himinhvolfinu. Tunglskinið skiptir þó útvarpssjónauka eins og APEX (Atacama Pathfinder Experiment), sem hér sést, engu máli. Sólin sjálf er meira að segja ekki of björt á útvarpssviðinu, auk þess sem himininn er ekki sérlega bjartur á þessum bylgjulengdum svo hægt er að nota þennan sjónauka að degi til, svo framarlega að honum sé ekki beint að sólinni.

APEX er tólf metra breiður sjónauki sem nemur ljós með millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir. Stjörnufræðingar sem nota APEX til sinna rannsókna, geta séð fyrirbæri sem eru ósýnileg á styttri bylgjulengdum innrauðs eða sýnilegs ljóss. Til dæmis getur APEX horft í gegnum þykk miðgeimsský úr gasi og ryki og greint hulin stjörnumyndunarsvæði, sem skína skært á þessum bylgjulengdum, en eru dimm í sýnilegu og innrauðu ljósi. Sumar af elstu og fjarlægustu vetrarbrautum alheims eru einnig kjörin viðfangsefni fyrir APEX. Vegna útþenslu alheimsins yfir marga milljarða ára hefur ljós þessara vetrarbrauta færst yfir á millímetra og hálfsmillímetra sviðið sem APEX nemur.

APEX er samstarfsverkefni Stofnunar Max Planck í útvarpsstjörnufræði (MPIfR) Onsala Space Observatory (OSO) og ESO, sem sér jafnframt um rekstur sjónaukans.

Babak Tafreshi, einn af ljósmyndurum ESO, tók þessa glæsilegu mynd. Hún er hluti af stórri víðmynd sem einnig er aðgengileg í annarri útfærslu.

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/B. Tafreshi (twanight.org)

Um myndina

Auðkenni:potw1303a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jan 21, 2013, 10:00 CET
Stærð:3606 x 4786 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Pathfinder Experiment
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
2,7 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
173,0 KB
1280x1024
278,6 KB
1600x1200
394,6 KB
1920x1200
460,7 KB
2048x1536
623,5 KB

 

Sjá einnig