Fjöllin gera ALMA dvergvaxna

Við fyrstu sýn sýnir þessi víðmynd snæviþakið landslag og fjallstinda í kringum Chajnantor hásléttuna í Chile. Hæst rísa, frá hægri til vinstri, Cerro Chajnantor, Cerro Toco, Juriques og eldkeilan Licancabur (sjá potw1240) — ansi tignarlega! Stjörnurnar á myndinni eru hins vegar örsmáar og vart sjáanlegar fyrir miðju — rétt greinanlegar ef vel er að gáð.

Þessar byggingar, sem eru dvergvaxnar miðað við fjöllin í kring, eru loftnetin sem mynda Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), stóran útvarpssjónauka. Þótt þau virðist lítil á myndinni, samanstendur röðin í raun af stóru safni 12 og 7 metra loftneta sem, þegar smíði sjónaukans lýkur, verða í heild 66 talsins og dreifast yfir allt að 16 km breitt svæði á sléttunni. Búist er við að smíði ALMA ljúki árið 2013 en fyrstu mælingar eru hafnar með sjónaukanum og hefur hann þegar skilað framúrskarandi niðurstöðum (sjá t.d. eso1239). Frá því að þessi mynd var tekin hafa fjölmörg loftnet bæst við röðina á sléttunni.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)

Um myndina

Auðkenni:potw1302a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Jan 14, 2013, 10:00 CET
Stærð:5212 x 3468 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Solar System : Planet : Feature : Surface : Mountain

Myndasnið

Stór JPEG
6,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
330,9 KB
1280x1024
540,1 KB
1600x1200
773,5 KB
1920x1200
903,7 KB
2048x1536
1,2 MB

 

Sjá einnig