Stjörnur á snúningi yfir Yepun
Á þessari mynd sést einn af sjónaukum Very Large Telescope (VLT) ESO undir björtum slóðum stjarna á snúningi um suðurpól himins, punkti sem er í stjörnumerkinu Áttungnum. Slóðirnar eru ljósbogar sem stjörnurnar teikna á himininn þegar jörðin snýst hægt og rólega. Til að fanga þessar stjörnuslóðir á mynd voru teknar margar myndir á tíma og þeim síðan skeytt saman í þessa lokaútgáfu.
Sjónaukinn í forgrunni er lýstur upp af tunglskininu en hann er einn af risasjónaukunum fjórum sem mynda VLT í Paranal í Chile. Í kjölfar vígslu Paranal stjörnustöðvarinnar árið 1999 var hverjum sjónauka gefið nafn úr tungumáli Mapuche ættflokksins. Nöfnin — Antu, Keuyen, Melipal og Yepun — eru dregin af fjórum áberandi og fallegum fyrirbærum á himninum: Sólinni, tunglinu, stjörnumerkinu Suðurkrossinum og Venusi. Á myndinni sést Yepun sem einnig kallast sjónauki fjögur.
Myndina tók Farid Char, einn af ljósmyndurum ESO. Char starfar við La Silla-Paranal stjörnustöð ESO og er meðlimur í hópnum sem gerir athuganir á fyrirhugaðri staðsetningu European Extremely Large Telescope (E-ELT), nýjum sjónauka sem verður stærsti sjónauki heims fyrir sýnilegt og innrautt ljós þegar smíði hans lýkur upp úr 2020.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/F. Char
Um myndina
Auðkenni: | potw1301a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Jan 7, 2013, 10:00 CET |
Stærð: | 4272 x 2848 px |
Um fyrirbærið
Tegund: | Milky Way : Sky Phenomenon : Night Sky : Trail |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd