Grunnbúðir Paranal úr lofti
Frá þessu sjónarhorni er horft yfir Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal í Atacamaeyðimörkinni í Chile og grunnbúðir stjörnustöðvarinnar fyrir neðan. Nálægt miðju sést Paranal Residencia, griðarstaður þeirra sem starfa á fjallinu, með hvítu hvolfi á þaki sínu. Vinstra megin við Residencia, hinumegin vegarins, er íþróttahús staðarins en vinstra megin við það er viðhaldsbyggingin (Mirror Maintenance Building, MMB) þar sem risaspeglar VLT eru annað slagið hreinsaðir og endurhúðaðir. Á bak við þá byggingu er aflstöð stjörnustöðvarinnar og enn lengra til vinstri er tækjabyggingin. „Stjörnuslóðin“ vindur sig upp fjallshlíðina í forgrunni en það er gönguslóði frá Residencia upp á fjallstindinn.
Sólin settist um það bil kortéri áður en þessi mynd var tekin og baðaði grunnbúðirnar fallegu appelsínugulu ljósi. Í rökkrinu sjást fínir drættir landslagsins þar sem skuggarnir gefa hæðunum meiri dýpt. Slíkt sést aðeins á Paranal á „gullklukkutímanum“ fyrir sólarupprás eða eftir sólsetur, því sólskinið á daginn gefur ekki góð birtuskil.
Gerhard Hüdepohl, ljósmyndari ESO, tók þessa víðmynd.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:G.Hüdepohl (atacamaphoto.com)/ESO
Um myndina
Auðkenni: | potw1230a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Júl 23, 2012, 10:00 CEST |
Stærð: | 8496 x 2790 px |
Field of View: | 30° x 10° |
Um fyrirbærið
Nafn: | Cerro Paranal, Panorama, Paranal, Paranal Residencia |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory : Facility |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd