ALMA loftnet á ferðinni

Á þessari mynd sést eitt af evrópsku loftnetum Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) þar sem verið er að flytja það í þjónustumiðstöð verkefnisins. Frá því að þessi mynd var tekin hafa fleiri loftnet bæst við og verið tekin í notkun á Chajnantor þar sem ALMA hefur þegar hafið rannsóknir þótt röðin sé aðeins tilbúin að hluta (sjá eso1137). Fimmtudaginn 12. júlí var svo lokað fyrir umsóknir fyrir næsta rannsóknarfasa ALMA. Meira en 1100 umsóknir bárust frá stjörnufræðingum um allan heim.

ALMA gerir mælingar í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli frá Chajnantor sléttunni. Þegar smíði sjónaukans lýkur verður ALMA röð 66 hárnákvæmra 12 og 7 metra loftneta sem dreifast um allt að 16 km breitt svæði en vinna sem einn sjónauki sem greinir 0,32 til 3,6 millímetra bylgjulengdir. Meira en helmingi loftnetanna 66 hefur þegar verið komið fyrir á Chajnantor (sjá ann12035). >ESO leggur tuttugu og fimm evrópsk loftnet til verkefnisins í gegnum samninga við evrópska AEM samstarfið. ALMA mun einnig hafa 25 loftnet frá Norður Ameríku og 16 frá austur Asíu.

Loftnetin vega hvert um sig næstum 100 tonn og eru sett saman og prófuð í þjónustumiðstöðinni, sem er í næstum 2.900 metra hæð yfir sjávarmáli í Atacamaeyðimörkinni í Chile. Þaðan eru þau síðan flutt upp á Chajnantor sléttuna sem er í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli með hjálp tveggja sérhannaðra flutningabíla — risatrukka sem aka um á 28 dekkjum, eru 10 metra breiðir, 20 metra langir og 6 metra háir; vega 130 tonn hvor og hafa jafnmikið afl og Formúlu 1 vélar. Annar flutningabílanna nefnist Ottó og er í notkun á þessari mynd sem tekin var þegar fyrsta evrópska loftnetið var afhent stjörnustöðinni í apríl 2011.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samræmd stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Rossi

Um myndina

Auðkenni:potw1229a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Júl 16, 2012, 10:00 CEST
Stærð:5184 x 3456 px

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
3,0 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
223,9 KB
1280x1024
334,1 KB
1600x1200
458,8 KB
1920x1200
538,5 KB
2048x1536
692,8 KB