VLT gerður klár fyrir enn skarpari myndir

Hér sést fjórði sjónauki (UT4) Very Large Telescope (VLT) ESO þegar verkfræðingar ESO tóku hann í stutta yfirhalningu. Búið er að umvefja hann vinnupalli tímabundið svo hægt sé að koma nýju aðlögunarsjóntækjakerfi (Adaptive Optics Facility (AOF)) fyrir. Þar með verður UT4 breytt í sjónauka sem er fullbúinn aðlögunarsjóntækjum. AOF mun leiðrétta bjögun sem rekja má til lofthjúps jarðar og gera sjónaukanum kleift að taka miklu skarpari myndir en áður með HAWK-I og MUSE mælitækjunum.

Verið er að bæta ýmsum nýjum hlutum við UT4 sem tilheyra AOF. Þar á meðal er sveigjanlegur aukaspegill (deformable secondary mirror (DSM)): Þunn spegilsskel sem er 1,1 metri að þvermáli en aðeins 2 millímetrar að þykkt. Undir þessum næfurþunna spegli eru meira en þúsund hreyfiliðir sem breyta lögun spegilsins allt að þúsund sinnum á sekúndu og vega þannig upp á móti bjögun sem hlýst af ókyrrð í lofthjúpi jarðar. Sveigjanlegi aukaspegillinn er stærsti aðlögunarspegill sem smíðaður hefur verið til þessa (ann12015). Annar ómissandi hluti eru fjórir sérstakir sjónaukar, Laser Guide Star Facility (4LGSF) sem skjóta leysigeislum hátt upp í lofthjúpinn og búa þannig til gervistjörnu [1] (ann12012). Að lokum munu GRAAL og GALACSI einingarnar greina ljósið frá leysigeislastjörnunum.

Á myndinni sést verkfræðingur ESO stjórna vinnunni á UT4. Hlífin yfir safnspeglinum hefur verið fjarlægð tímabundið til að auðvelda aðgengi. Kaplar og leiðslur hafa líka verið fjarlægðar og nýjar settar upp í staðinn. Festingum hefur líka verið bætt við svo hægt sé að koma rafkerfi 4LGSF og leysigeislasjónaukunum sjálfum fyrir.

Skýringar

[1] Leysigeislarnir örva lag af natríumatómum í 90 km hæð í lofthjúpnum svo þau taka að glóa eins og gervistjörnur.

Mynd/Myndskeið:

ESO/G. Blanchard

Um myndina

Auðkenni:potw1220a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Maí 14, 2012, 10:00 CEST
Stærð:4190 x 3687 px
Field of View:180° x 110°

Um fyrirbærið

Nafn:Very Large Telescope
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory : Telescope

Myndasnið

Stór JPEG
5,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
486,0 KB
1280x1024
745,5 KB
1600x1200
1,0 MB
1920x1200
1,2 MB
2048x1536
1,5 MB