Lofnet í miðri auðninni

Franski ljósmyndarinn Serge Brunier — einn af ljósmyndurum ESO — útbjó þessa 360 gráðu víðmynd af Chajnantorsléttunni í Atacamaeyðimörkinni þar sem Atacama Large Millimeter/submillimeter Telescope (ALMA) er í smíðum.

Á myndinni eru loftnet ALMA örlítið bjöguð en engu að síður fær maður tilfinningu fyrir hvernig það væri að standa í miðju þessarar nýju og mögnuðu stjörnustöðvar. Myndin sýnir líka vel hve einangruð Chajnantorsléttan er. Í 5.000 metra hæð yfir sjávarmáli er fátt um fína drætti í bakgrunninum að stöku fjallstindum og hæðum undanskildum.

Mjög krefjandi er að koma svo metnaðarfullum sjónauka upp í jafn afskekktu og harðneskjulegu umhverfi en hæðin yfir sjávarmáli hentar fullkomlega fyrir hálfsmillímetra stjörnufræði. Ástæðan er sú að vatnsgufa í lofthjúpi jarðar gleypir þessa tegund geislunar. Chajnantor er hins vegar svo hátt yfir sjávarmáli að loftið er mjög þurrt.

Fyrstu mælingar með ALMA hófust þann 30. september árið 2011 þegar röðin var aðeins að hluta tilbúin. Fullbúin verður stjörnustöðin sjón að sjá, mynduð af röð fimmtíu 12 metra loftneta og smærri röð fjögurra 12 metra og tólf 7 metra loftneta, þekkt sem Atacama Compact Array (ACA), sem setja mun mikinn svip á eyðilegt landslagið. Á meðan skrásetja ljósmyndarar framgang nýju stjörnustöðvarinnar með myndum á borð við þessa.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO) fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Mynd/Myndskeið:

ESO/S. Brunier

Um myndina

Auðkenni:potw1213a
Tungumál:is
Tegund:Ljósmynd
Útgáfudagur:Mar 26, 2012, 10:00 CEST
Stærð:7828 x 2943 px
Field of View:360° x 135.3°

Um fyrirbærið

Nafn:Atacama Large Millimeter/submillimeter Array, Panorama
Tegund:Unspecified : Technology : Observatory

Myndasnið

Stór JPEG
4,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
217,7 KB
1280x1024
331,9 KB
1600x1200
466,2 KB
1920x1200
563,6 KB
2048x1536
642,8 KB