VLT á ljónaveiðum

Þessa mynd tók Very Large Telescope af vetrarbraut í Leo 1 hópnum í stjörnumerkinu Ljóninu. Vetrarbrautin nefnist Messier 95 og stendur hún andspænis okkur þannig að við fáum góða yfirsýn yfir þyrilarma hennar. Armarnir mynda næstum fullkominn hring um miðju vetrarbrautarinnar þar til þeir breiða úr sér og minna þá um margt á ljónsmakka sem konungur dýranna yrði stoltur af.

Bjarti gulllitaði kjarninn er annað, jafnvel enn áhugaverðara einkenni Messier 95. Þar er næstum 2.000 ljósára breiður stjörnumyndunarhringur þar sem mestur hluti af myndun nýrra stjarna í vetrarbrautinni fer fram. Fyrirbæri af þessu tagi eru algengust í bjálkaþyrilþokum eins og Messier 95 og vetrarbrautinni okkar eru dæmi um.

Messier 95 er næst stærsta og næst bjartasta vetrarbrautin í Leo 1 hópnum. Aðeins Messier 96 er bjartari (sjá potw1143) svo hópurinn stundum nefndur M96 hópurinn eftir henni. Þrátt fyrir það er Messier 95 líka ósköp myndræn.

Nýtt! Fyrir tilviljun er líklegt að sprengistjarna hafi sést í í Messier 95 þann 17. mars 2012. Upplýsingar um hana eru hér. Fyrir aðra tilviljun er bæði sprengistjarnan og vetrarbrautin mjög nálægt reikistjörnunni Mars í Ljónsmerkinu.

Mynd/Myndskeið:

ESO

Um myndina

Auðkenni:potw1212a
Tungumál:is
Tegund:Athuganir
Útgáfudagur:Mar 19, 2012, 10:00 CET
Stærð:2043 x 2044 px

Um fyrirbærið

Nafn:Messier 95
Tegund:Local Universe : Galaxy : Type : Spiral
Fjarlægð:35 milljón ljósár
Constellation:Leo

Myndasnið

Stór JPEG
1,6 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
190,9 KB
1280x1024
363,0 KB
1600x1200
633,4 KB
1920x1200
885,2 KB
2048x1536
988,0 KB

Hnit

Position (RA):10 43 57.80
Position (Dec):11° 42' 13.36"
Field of view:6.80 x 6.81 arcminutes
Stefna:Norður er 89.9° vinstri frá lóðréttu

Litir og síur

TíðnisviðSjónauki
Sýnilegt
V
Very Large Telescope
FORS1
Innrautt
I
Very Large Telescope
FORS1
Sýnilegt
Pseudogreen (V+I)
Very Large Telescope
FORS1