Að snúa sér í gang
Á þesari óvenjulegu ljósmynd sést einn af fjórum sjónaukum Very Large Telescope ESO á því augnabliki sem hann tók til starfa. Lýsingartími myndarinnar var 26 sekúndur en á þeim tíma náði Gerhard Hüdepohl, ljósmyndari ESO, að fanga augnablikið þegar hvolfið var opnað og og byrjar að snúast. Út um opið á hvolfþakinu sést hluti Atacamaeyðimerkurinnar undir dimmbláum himninum, skömmu eftir sólsetur.
Sjónaukinn sjálfur sést kyrrstæður á miðri mynd. Hann hefur 8,2 metra safnspegil sem hannaður er til að fanga ljós frá fjarlægustu fyrirbærum alheimsins. Hvolfið sjálft er líka verkfræðilegt afrek því það færist með mikilli nákvæmni og hefur vandlega stjórn á heitum loftstraumum sem berast inn og geta truflað mælingarnar.
Tenglar
Mynd/Myndskeið:ESO/G.Hüdepohl (atacamaphoto.com)
Um myndina
Auðkenni: | potw1209a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Ljósmynd |
Útgáfudagur: | Feb 27, 2012, 10:00 CET |
Stærð: | 4256 x 2832 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | Paranal, Very Large Telescope |
Tegund: | Unspecified : Technology : Observatory |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd