potw1517-is — Mynd vikunnar
Vetrarbrautin birtist við sólsetur yfir Paranal
27. apríl 2015: Hér sést tignarlegur kvöldhiminninn yfir Paranal stjörnustöð ESO, þar sem flaggskip evrópskra stjarnvísinda er að finna, Very Large Telescope (VLT). Þegar sólin sést birtist Vetrarbrautin okkar í öllu sínu veldi. Með berum augum sést hún sem þokukennd ljósrák yfir himinninn en hún samanstendur af 100-400 milljörðum stjarna og er 100.000 ljósár í þvermál. Á myndinni sést sjónauki 4, einnig þekktur sem Yepun. Yepun þýðir Venus á Mapuche, tungumáli innfæddra í suðurhluta Chile. Yepun er einn fjögurra 8,2 metra breiðra sjónauka sem hægt er að tengja saman og nota sem einn risasjónauka. Með þeim geta stjörnufræðingar greint 16 sinnum fínni smáatriði sem hægt væri með sjónaukunum stökum. Saman hafa VLT sjónaukarnir gert fjölmargar uppgötvanir og meðal annars fylgst fyrstur sjónauka með stjörnum á sveimi í kringum risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar (eso0846). Myndina tók John Colosimo, einn af ljósmyndurum ESO, en hann setti hana í Your ESO Pictures Flickr hópinn. Hópurinn er ...