Þróun tvíburastjörnu sólar

Hér eru sýnd mismunandi skeið í ævi stjörnu á borð við sólina, frá fæðingu vinstra megin á myndinni til þróunar yfir í rauða risastjörnu hægra megin. Vinstra megin sést stjarnan sem frumstjarna hulin rykskífu þegar hún myndast. Síðar verður hún stjarna eins og sólin okkar. Eftir að hafa varið meirihluta ævinnar á þessu stigi, byrjar kjarni stjörnunnar smám saman að hitna. Stjarnan þenst út og verður rauðari uns hún hefur breyst í rauðan risa.

Í kjölfar þessa stigs varpar stjarnan ytri lögum sínum út í geiminn og myndar hringþoku en kjarni stjörnunnar kólnar smám saman í litla, þétta leif sem kallast hvítur dvergur.

Athugaðu að hér er um að ræða skýringarmynd. Tímalengd, stærðir og litir eru ekki í réttum hlutföllum. Frumstjarnan vinstra megin á myndinni getur verið 2000 sinnum stærri en sólin okkar. Rauði risinn hægra megin á myndinni getur verið 100 sinnum stærri en sólin.

Mynd/Myndskeið:

ESO/M. Kornmesser

Um myndina

Auðkenni:eso1337d
Tungumál:is
Tegund:Uppdráttur
Útgáfudagur:Ágú 28, 2013, 15:30 CEST
Tengdar fréttatilkynningar:eso1337
Stærð:3800 x 2250 px

Um fyrirbærið

Nafn:HIP 102152
Tegund:Milky Way : Star
Fjarlægð:250 ljósár

Myndasnið

Stór JPEG
1,8 MB

Þysjanleg


Bakgrunnsmynd

1024x768
156,7 KB
1280x1024
258,0 KB
1600x1200
375,7 KB
1920x1200
438,9 KB
2048x1536
642,2 KB