Stjörnumyndunarsvæðið IC 2944 í stjörnumerkinu Mannfáknum
Þetta kort sýnir stjörnumerkið Mannfákinn og flestar þær stjörnur sem greina má með berum augum við góðar aðstæður. Staðsetning stjörnumyndunarsvæðisins IC 2944 og tengdrar stjörnuþyrpingar, IC 2948, er merkt með rauðum hring. Auðvelt er að sjá þyrpinguna í litlum stjörnusjónaukum en mun erfiðara er að greina daufu gasskýin.
Mynd/Myndskeið:ESO, IAU and Sky & Telescope