Teikning listamanns af tifstjörnunni PSR J0348+0432 og fylgistjörnunni, hvíta dvergnum
Þessi teikning listmanns sýnir sérkennilegt tvístirni sem samanstendur af lítilli en mjög þungri nifteindastjörnu sem snýst 25 sinnum á sekúndu um sjálfa sig og hvítri dvergstjörnu sem hringsólar um hana á tveimur og hálfri klukkustund. Nifteindastjarnan er tifstjarna sem gefur frá sér útvarpsbylgjur sem hægt er að nema með útvarpssjónaukum á Jörðinni. Þótt þetta óvenjulega par sé mjög áhugavert út af fyrir sig, er það líka einstök tilraunastofa til að rannsaka takmarkanir á kenningum eðlisfræðinnar.
Tifstjarnan er svo lítil að stærðarhlutföll fyrirbæranna tveggja eru ekki rétt á myndinni.
Mynd/Myndskeið:ESO/L. Calçada
Um myndina
Auðkenni: | eso1319b |
Tungumál: | is |
Tegund: | Uppdráttur |
Útgáfudagur: | Apr 25, 2013, 20:00 CEST |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1319 |
Stærð: | 5000 x 3125 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | PSR J0348+0432 |
Tegund: | Milky Way : Star : Evolutionary Stage : Neutron Star : Pulsar |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd