ALMA staðsetur ungar vetrarbrautir
Hópur stjörnufræðinga hefur notað ALMA (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) sjónaukann nýja til að staðsetja meira en 100 frjósamar hrinuvetrarbrautir frá árdögum alheims.
Hér sjást nærmyndir af nokkrum þessara vetrarbrauta. Mælingar ALMA, sem gerðar voru á hálfsmillímetra bylgjulengdum, eru appelsíngular/rauðar og lagðar ofan á innrauða mynd af svæðinu frá IRAC myndavél Spitzer geimsjónaukans.
Bestu myndirnar hingað til af þessum fjarlægu og rykugu vetrarbrautum voru gerðar með Atacama Pathfinder Experiment (APEX) en mælingar hans voru ekki nógu skarpar til þess að greina ótvírætt vetrarbrautirnar á myndum í öðrum bylgjulengdum. ALMA þurfti aðeins að mæla hverja vetrarbraut í tvær mínútur til að staðsetja hverja og eina nákvæmlega á svæði sem er 200 sinnum minna en blettirnir sem APEX hafði greint og með þrisvar sinnum meiri næmni.
Mynd/Myndskeið:ALMA (ESO/NAOJ/NRAO), J. Hodge et al., A. Weiss et al., NASA Spitzer Science Center
Um myndina
Auðkenni: | eso1318a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Háskóli |
Útgáfudagur: | Apr 17, 2013, 12:00 CEST |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1318 |
Stærð: | 1610 x 1187 px |
Um fyrirbærið
Tegund: | Early Universe : Galaxy |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Innrautt |
Spitzer Space Telescope
IRAC (Spitzer) |
Millímetri | Atacama Large Millimeter/submillimeter Array |