Kúluþyrpingin NGC 6388 á mynd frá Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli
Á þessari mynd 2,2 metra MPG/ESO sjónaukans í La Silla stjörnustöðinni í Chile sést NGC 6388, miðaldra kúluþyrping við Vetrarbrautina okkar. Þótt þyrpingin hafi myndast í fjarlægri fortíð (eins og allar kúluþyrpingar, er hún meira en tíu milljarða ára gömul), hefur rannsókn á dreifingu bjartra blárra stjarna innan þyrpingarinnar sýnt að hún hefur elst tiltölulega rólega og eru þyngstu stjörnur hennar að sökkva niður að miðjunni.
Ný rannsókn sem studdist við gögn frá ESO hefur leitt í ljós að kúluþyrpingar á sama aldri geta haft mjög ólíka dreifingu blárra flækinga sem bendir til að þyrpingar eldist á mismunandi hraða.
Mynd/Myndskeið:ESO, F. Ferraro (University of Bologna)
Um myndina
Auðkenni: | eso1252a |
Tungumál: | is |
Tegund: | Athuganir |
Útgáfudagur: | Des 19, 2012, 19:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1252 |
Stærð: | 1662 x 1759 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | NGC 6388 |
Tegund: | Milky Way : Star : Grouping : Cluster : Globular |
Fjarlægð: | 35000 ljósár |
Constellation: | Scorpius |
Bakgrunnsmynd
Hnit
Position (RA): | 17 36 17.36 |
Position (Dec): | -44° 44' 9.48" |
Field of view: | 6.59 x 6.98 arcminutes |
Stefna: | Norður er 0.0° vinstri frá lóðréttu |
Litir og síur
Tíðnisvið | Sjónauki |
---|---|
Sýnilegt B | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |
Sýnilegt V | MPG/ESO 2.2-metre telescope WFI |