Fjórði fundur Kyrrahafsbandalagsins (opinber ljósmynd)
Þann 6. júní 2012 hittust forsetar Chile, Kólumbíu, Mexíkó og Perú í Paranal stjörnustöð ESO í Atacamaeyðimörkinni í Chile og skoðuðu sjónauka og aðra hátækni í hæsta gæðaflokki í helstu stjörnustöð ESO. Forsetarnir komu saman í Paranal stjörnustöðinni í tilefni af fjórða fundi Kyrrahafsbandalagsins þar sem rammaáætlun bandalagsins var undirrituð.
Þessi opinbera ljósmynd var tekin við Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal en á henni eru (frá vinstri til hægri): Andreas Kaufer, stjórnandi stjörnustöðvarinnar; Xavier Barcons, forseti ESO ráðsins; John Baird, utanríkisráðherra Kanada; Francisco Álvarez De Soto, varautanríkisráðherra Panama; Ollanta Humala, forseti Perú; Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu; Sebastián Piñera, forseti Chile; Felipe Calderón, forseti Mexíkó; José Enrique Castillo, utanríkisráðherra Kosta Ríka; Virginia Greville, sendiherra Ástralíu í Chile; Hidenori Murakami, sendiherra Japans í CHile; Tim de Zeeuw, framkvæmdarstjóri ESO og Massimo Tarenghi, fulltrúi ESO í Chile.
Mynd/Myndskeið:ESO