Vetrarbrautir á táningsaldri í hinum fjarlæga alheimi og hreyfing gass í þeim
Þessi djúpmynd er af örsmáu svæði á himninum í stjörnumerkinu Hvalnum. Hún sýnir nokkrar vel valdar vetrarbrautir sem notaðar voru í nýrri rannsókn á matarvenjum ungra vetrarbrauta þegar þær voru að vaxa. Hver einasti örsmái depill er vetrarbraut sem sést eins og hún leit út þremur til fimm milljörðum ára eftir Miklahvell. Þessar vetrarbrautir hafa verið grannskoðaðar með VLT sjónauka ESO og SINFONI mælitækinu. Litakortin sýna hreyfingar gass í vetrarbrautunum. Blár litur bendir til að gasið færist í átt til okkar í samanburði við vetrarbrautina í heild en rauður litur að gasið færist frá okkur. Litirnir hjálpa stjörnufræðingum að sjá hvort vetrarbrautin snúist eins og skífa eða hegði sér á annan hátt.
Mynd/Myndskeið:ESO/CFHT
Um myndina
Auðkenni: | eso1212c |
Tungumál: | is |
Tegund: | Uppdráttur |
Útgáfudagur: | Mar 14, 2012, 12:00 CET |
Tengdar fréttatilkynningar: | eso1212 |
Stærð: | 4729 x 2802 px |
Um fyrirbærið
Nafn: | VIMOS-VLT Deep Survey (VVDS) |
Tegund: | Early Universe : Cosmology : Morphology : Deep Field |
Myndasnið
Bakgrunnsmynd