Tilkynning

Ný fræðslumynd: ALMA — In Search of Our Cosmic Origins

13. mars 2013

Í tilefni af vígslu Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) [1] þann 13. mars 2013 hefur ESO, í samvinnu við alþjóðlega samstarfsaðila sína, gefið út nýja fræðslumynd sem nefnist ALMA — In Search of Our Cosmic Origins. Í þessari 16 mínútna löngu mynd er sögð saga ALMA, allt frá fyrstu stigum verkefnsins fyrir nokkrum áratugum til fyrstu vísindaniðurstaðna.

Myndin er ríkulega skreytt glæsilegum myndskeiðum teknum úr þyrlu og tónlist sem Toomas Erm (ESO) samdi sérstaklega fyrir hana. Þú ferð í ferðalag upp á Chajnantor hásléttuna í 5.000 metra hæð yfir sjávarmál þar sem heimili ALMA er að finna í einstöku umhverfi Atacamaeyðimerkurinnar í Chile.

Í myndinni er sögð saga verkefnisins frá upphafi, þegar Evrópa, Norður Ameríka og austur Asía þróuðu sameiginlega nýjan, stóran sjónauka til mælinga á millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdum til að kanna köldustu og fjarlægustu fyrirbærin í alheiminum. Einnig er sagt frá leitinni að heppilegum stað undir sjónaukann og þeim tæknilegu og skipulagslegu áskorunum sem risaverkefnið stóð frammi fyrir við mjög harðneskjulegar aðstæður á afskekktum stað.

Sýndar eru myndir af aðstöðunni og tækninni sem ALMA reiðir sig á og útskýrt hvernig lofnetunum 66 var komið fyrir uppi á eyðimerkursléttunni. Myndin veitir einnig innsýn í þær áhugaverðu vísindarannsóknir sem sjónaukinn, sá öflugasti sinnar tegundar, mun færa okkur. Fyrstu niðurstöður hafa staðist væntingar vísindamanna en þær fengust áður en sjónaukinn var fullbúinn.

Skýringar

[1] Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) er fjölþjóðleg stjörnustöð og samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. Í Evrópu er verkefnið fjármagnað af Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO), í Norður Ameríku af National Science Foundation (NSF) í samstarfi við National Research Council of Canada (NRC) og National Science Council of Taiwan (NSC) og í Austur Asíu af National Insitutes of Natural Sciences (NINS) í Japan í samstarfi við Academia Sinica (AS) í Taívan. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu en National Radio Astronomy Observatory (NRAO), sem lýtur stjórn Associated Universities, Inc. (AUI), fyrir hönd Norður Ameríku og National Astronomical Observatory of Japan (NAOJ) fyrir hönd austur Asíu. Samþætt stjórnun á smíði, prófun og rekstri ALMA er í umsjá Joint ALMA Observatory (JAO).

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Lars Lindberg Christensen
ESO education and Public Outreach Department
Garching bei München, Germany
Tel: +49 89 3200 6761
Cell: +49 173 3872 621
Email: lars@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann13026

Myndir

ALMA Movie poster
ALMA Movie poster
texti aðeins á ensku

Myndskeið

Kvikmyndin ALMA — In Search of our Cosmic Origins
Kvikmyndin ALMA — In Search of our Cosmic Origins