Tilkynning

Samantekt time-lapse myndskeiða af ALMA birt

12. desember 2012

Samantekt „time-lapse“ myndskeiða af Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) hefur verið birt. Myndskeiðið er safn „time-lapse“ myndefnis af ALMA í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile og sýnir samræmdan dans loftnetanna þegar þau rannsaka heiðskíran næturhimininn fyrir ofan.

Myndskeiðið er nokkrar mínútur og sýnir loftnetin við ýmsar aðstæður: Þegar nóttin hellist yfir og við dögun, undir tunglsljósi eða fyrir framan miðju Vetrarbrautarinnar glitrandi á dimmum himni og innan um ljós frá farartækjum og loftnetunum sjálfum. Athuganirnar eru gerðar undir tignarlegum næturhimninum í Chile.

Í samantektinni, sem ESO gerði með myndefni frá Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi (twanight.org) og José Francisco Salgado (josefrancisco.org), ljósmyndurum ESO, sést aðeins lítill hluti af loftnetum raðarinnar. Þegar smíði ALMA lýkur mun sjónaukinn samanstanda af 66 loftnetum sem dreifast yfir allt að 16 kílómetra breitt svæði og verður hann þá stærsti sjónauki veraldar. Þótt sjónaukinn sé ekki tilbúinn sem stendur hefur röðin að hluta til verið tekin í notkun eins og sjá má í myndskeiðinu.

ALMA er alþjóðleg stjörnustöð sem byggð er í samstarfi Evrópu, Norður Ameríku og Austur Asíu í samvinnu við Chile. ESO sér um smíði og rekstur ALMA fyrir hönd Evrópu.

Tenglar

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12099

Myndir

Stillimynd úr samantekt ALMA time-lapse myndskeiða árið 2012
Stillimynd úr samantekt ALMA time-lapse myndskeiða árið 2012

Myndskeið

ALMA time-lapse samantekt 2012
ALMA time-lapse samantekt 2012