ann12069-is — Tilkynning

ESOcast 48: Að smíða stórt

Áttundi og síðasti þátturinn í 50 ára afmælisþáttaröðinni

2. október 2012

Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky.

Áttundi og síðasti þátturinn í þessari röð skýrir frá því hvernig ESO mun fullnægja óskum stjörnufræðinga með smíði sífellt stærri sjónauka sem byggja á þeirri reynslu sem aflað hefur verið undanfarin fimmtíu ár sem öflugasta stjörnustöð heims.

Á Chajnantor hásléttunni er fyrsti sjónaukinn í næstu kynslóð sjónauka ESO næstum tilbúinn. Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), samstarfsverkefni Evrópu, Norður Ameríku og Asíu, mun samanstanda af 66 hárnákvæmum loftnetum þegar hann verður tekinn í fulla notkun árið 2013. Loftnetin mynda einn risasjónauka sem gerir ALMA kleift að greina fínustu smáatriði í hinum kalda alheimi, sjá myndun fyrstu vetrarbrautanna og skyggnast inn í rykský úr sameindagasi — stjörnumyndunarsvæði þar sem nýjar stjörnur og sólkerfi verða til.

ALMA er næstum tilbúin og þegar farin að skila framúrskarandi niðurstöðum en djásnið í kórónu ESO er enn nokkur ár í burtu. European Extremely Large Telescope (E-ELT) verður stærsta auga jarðar. Safnspegill hans verður 39 metra breiður svo E-ELT mun gnæfa yfir alla aðra forvera sína. E-ELT verður öflugt tæki til að hjálpa til við leitina að lífi í alheiminum með því að leitja að ummerkjum lífs í lofthjúpum reikistjarna á borð við jörðina sem hringsóla um fjarlægar stjörnur. E-ELT mun einnig fanga ljós mjög daufra og fjarlægra fyrirbæra og varpa ljósi á sögu alheimsins í árdaga hans, þegar fyrstu stjörnurnar tóku að skína.

Kíktu á þáttinn til að læra meira um næstu kynslóð sjónauka ESO sem munu hjálpa til við að ráða fram úr mestu ráðgátum alheimsins.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 48 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Credits

ESO

Directed by: Lars Lindberg Christensen
Art Direction, Production Design: Martin Kornmesser
Producer: Herbert Zodet
Written by: Govert Schilling
3D animations and graphics: Martin Kornmesser & Luis Calçada
Editing: Martin Kornmesser
Cinematography: Herbert Zodet & Peter Rixner
Sound engineer: Cristian Larrea
Narration Mastering: Peter Rixner
Host & Lead Scientist: Dr J (Dr Joe Liske, ESO)
Narration: Sara Mendes da Costa
Soundtrack & Sound Effects: movetwo — Axel Kornmesser & Markus Löffler
Footage and photos: ESO, Stéphane Guisard (www.eso.org/~sguisard), Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi/TWAN, A. Santerne, Martin Kornmesser, ESO Historical Picture Archive: J. Dommaget/J. Boulon/J. Doornenbal/W. Schlosser/F.K. Edmondson/A. Blaauw/Rademakers/R. Holder, Mineworks, Daniel Crouch/Rare Books (www.crouchrarebooks.com), Getty Images, Royal Astronomical Society/Science Photo Library, Jay M. Pasachoff, Chris de Coning,/South African Library/Warner-Madear, Africana Museum/Warner, Leiden University, G. Brammer and Nick Risinger (skysurvey.org)
Technical support: Lars Holm Nielsen and Raquel Yumi Shida
DVD Authoring: Andre Roquette
Proof reading: Anne Rhodes
Executive producer: Lars Lindberg Christensen

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12069

Myndir

Skjáskot úr ESOcast 48
Skjáskot úr ESOcast 48

Myndskeið

ESOcast 48: Að smíða stórt
ESOcast 48: Að smíða stórt