Tilkynning

ESOcast 46: Að fanga ljósið

Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #6

1. ágúst 2012

Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky.

ESOcast 46 er sjötti þátturinn í þessari röð. Í honum er sagt frá fyrsta flokks myndavélum og litrófsritum sem hjálpa öflugum sjónaukum ESO að safna og greina dauft ljósið úr víðáttum alheimsins. Án þessara tækja væru augu ESO á himninum blind.

Stjörnuljósmyndir nútímans eru gerólíkar þeim sem teknar voru upp úr 1960. Þá notuðu stjörnufræðingar stórar ljósmyndaplötur úr gleri sem voru ekki mjög næmar og erfitt að meðhöndla. Í dag nota sjónaukar ESO marga af stærstu og næmustu rafeindanemum í heiminum. Þeir fanga næstum hverja einusu ljóseind og draga fram allar mögulegar upplýsingar. Til dæmis hefur OmegaCAM myndavélin á VLT Survey Telescope 32 ljósnema sem hefur verið staflað saman til að taka glæsilegar 268 megapixla ljósmyndir af alheiminum.

Stjörnufræði snýst samt ekki aðeins um að taka fallegar myndir. Stjörnufræðingar reyna sífellt að draga fram eins miklar upplýsingar og unnt er svo þeir þurfa að kljúfa ljós stjarnanna í liti til að rannsaka samsetningu þess. Litrófsgreining er eitt öflugasta tækið í stjörnufræði og sjónaukar ESO eru búnir mörgum af öflugustu litrófsritum í heiminum, eins og X-shooter í Very Large Telescope. Litrófsgreining gerir stjörnufræðingum kleift að leiða út mikilvæga eiginleika stjarna, eins og efnasamsetningu, hitastig, hreyfingu og jafnvel aldur. Þeir geta meira að segja rannsakað lofthjúpa fjarreikistjarna á braut um fjarlægar stjörnur eða nýmyndaðar vetrarbrautir við endimörk hins sýnilega alheims.

Kíktu á þáttinn til að læra meira um fyrsta flokks stjarnvísindatæki ESO.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 46 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Þakkir

Directed by: Lars Lindberg Christensen
Art Direction, Production Design: Martin Kornmesser
Producer: Herbert Zodet
Written by: Govert Schilling
3D animations and graphics: Martin Kornmesser & Luis Calçada
Editing: Martin Kornmesser
Cinematography: Herbert Zodet & Peter Rixner
Sound engineer: Cristian Larrea
Audio Mastering: Peter Rixner
Host & Lead Scientist: Dr J (Dr Joe Liske, ESO)
Narration: Sara Mendes da Costa
Soundtrack & Sound Effectsmovetwo — Axel Kornmesser & Markus Löffler & zero-project (zero-project.gr)
Proof reading: Anne Rhodes
Technical support: Lars Holm Nielsen, Raquel Yumi Shida & Mathias Andre
DVD Authoring: Andre Roquette
Executive producer: Lars Lindberg Christensen
Footage and photos:
ESO, Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi/TWAN, Stéphane Guisard (eso.org/~sguisard), José Francisco Salgado (josefrancisco.org), Alexandre Santerne, Nick Risinger (skysurvey.org), Martin Kornmesser, Herbert Zodet, J. Dommaget/J. Boulon/J. Doornenbal/W., Schlosser/F.K. Edmondson/A. Blaauw/Rademakers/R. Holder, Mineworks, Daniel Crouch/Rare Books (crouchrarebooks.com), Getty Images, Royal Astronomical Society/Science Photo Library, Jay M. Pasachoff, Chris de Coning/South African Library/Warner-Madear, Africana Museum/Warner, Leiden University, G. Brammer, Mauricio Anton/Science Library, NASA/Spitzer Science Center/R. Hurt, VISTA/J. Emerson, Digitized Sky Survey 2, MPE/S. Gillessen/M. Schartmann, PIONIER/IPAG, Rainer Lenzen/MPIA Heidelberg, West-Eastern Divan Orchestra in Berlin by KolBerlin, Davide De Martin, Cambridge Astronomical Survey Unit, IDA/Danish 1.5 m/R. Gendler and C. Thöne, Mario Nonino, Piero Rosati and the ESO GOODS Team, ALMA (ESO/NAOJ/NRAO), The NASA/ESA Hubble Space Telescope, Matthias Maercker, Igor Chekalin, Hans-Hermann  Heyer, Edmund Janssen, Luis Calçada, Scott Kardel, Tom Jarrett, Kevin Govender, Sergey Stepanenko, ESA, NASA, IAU/IYA2009, T. Preibisch, R. Fosbury (ST-ECF), INAF-VST/OmegaCAM, OmegaCen/Astro-WISE/Kapteyn Institute, A. Fujii, J.-B. Le Bouquin et al., D. Coe (STScI)/J. Merten (Heidelberg/Bologna), Gemini Observatory/NRC/AURA/Christian Marois et, al., M. Janson, Jean-Luc Beuzit, IAC (SMM) and ESPRESSO consortium, T.M. Brown (STScI), UltraVISTA team, TERAPIX/CNRS/INSU/CASU, World Wide Telescope

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12053

Myndir

Skjáskot af ESOcast 46
Skjáskot af ESOcast 46

Myndskeið

ESOcast 46: Að fanga ljósið — Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #6
ESOcast 46: Að fanga ljósið — Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #6