Tilkynning

23. hefti Science in School komið út!

18. júní 2012

Nýjasta hefti tímaritsins Science in School, sem dreift er ókeypis, er nú aðgengilegt í net- og prentútgáfu. Þetta evrópska tímarit er helgað vísindakennurum og inniheldur fjölmargar áhugaverðar greinar og verkefni fyrir nemendur.

Í 23. hefti tímaritsins er fjallað um mörg spennandi viðfangsefni, þar á meðal verkefni í vísindakennslu þar sem nemendur geta smíðað sína eigin útvarpssjónauka eða jarðskjálftamæla og lært um sól- og tunglmyrkva. Fjallað er um vísindi í fremstu röð í greinum um rannsóknir á því hvernig krabbamein myndast þegar litningar eru rifnir í sundur og hvers vegna sumir fæðast með einkenni beggja kynja. Í öðrum greinum er útskýrt hvernig sólarrafhlöður bjóða upp á aðra orkulind, grein um reynslu kennara sem heimsóttu CERN, sýnt hvernig stærðfræði leynist víða þar sem maður býst ekki endilega við því og útskýrir hvernig leiðangur til Suðurheimskautsins gæti hjálpað til við skipulagningu mannaðrar Marsferðar.

Science in School er gefið út af EIROforum, samstarfsverkefni átta evrópskra rannsóknamiðstöðva sem ESO er aðili að. Tímaritið fjallar um þverfaglega vísindakennslu í Evrópu og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert í kennslu og rannsóknum í fremstu röð.

Á netinu má finna fjölda greina úr tímaritinu og þýddar útgáfur af þeim á mörgum evrópskum tungumálum. Þú getur lagt þitt af mörkum og þýtt greinar úr Science in School yfir á eigið tungumál til birtingar á netinu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Science in School.

Tenglar

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12047

Myndir

Science in School — Issue 23 — Summer 2012
Science in School — Issue 23 — Summer 2012
texti aðeins á ensku