ann12046-is — Tilkynning
Serge Brunier, stjörnuljósmyndarinn heimsþekkti, bloggar í beinni frá stjörnustöðvum ESO
Skypix Science et Vie hýsir blogg á ensku og frönsku
18. júní 2012
Serge Brunier, stjörnuljósmyndarinn heimsþekkti og ljósmyndari ESO, er kominn aftur til stjörnustöðva ESO í Chile og mun að þessu sinni deila reynslunni í gegnum blogg sem vefsíðan Skypix Science et Vie hýsir. Bloggin eru bæði á ensku og frönsku. Einnig er hægt að fylgjast með ævintýrum Serge á Twitter með því að leita að auðkenninu #ESOlive.
Serge var í La Silla stjörnustöðinni sem er í útjaðri Atacamaeyðimerkurinnar, um 600 km norður af Santiago, höfuðborg Chile, í 2.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar starfrækir ESO nokkra afkastamestu 4 metra sjónauka í heiminum.
Frá La Silla liggur leið Serges lengra norður í Chile til Paranal stjörnustöðvarinnar þar sem Very Large Telescope er að finna og til Cerro Armazones, sem er skammt frá en þar mun ESO byggja European Extremely Large Telescope — stærsta auga jarðar.
Tenglar
- Bloggað í beinni á ensku
- Bloggað í beinni á frönsku
- Twitter auðkenni
- La Silla stjörnustöðin
- E-ELT
- Very Large Telescope
- Ljósmyndarar ESO
Tengiliðir
Oana Sandu
Community Coordinator
ESO ePOD, Garching, Germany
Phone: +49 89 320 069 65
Mobile: +49 176 943 942 20
E-mail: osandu@eso.org
Twitter: http://twitter.com/ESO
Um tilkynninguna
Auðkenni: | ann12046 |