Tilkynning

Tólfta hefti Communicating Astronomy with the Public komið út

31. maí 2012

Tólfta hefti Communicating Astronomy with the Public (CAPjournal), ókeypis, ritrýnds tímarits fyrir fólk sem starfar við vísindamiðlun, er nú aðgengilegt á vefnum.

Meðal þess sem ber hæst í þessu hefti er umfjöllun um ýmis tól sem sérfræðingar í vísindamiðlun nota til að mæla hversu vel þeir ná til markhópsins — hvernig þeir vita hvað virkar, með öðrum orðum. Í annarri grein er fjallað um Mars Crowdsourcing Experiment, verkefni þar sem kannað er hvort tölvuleikjaspilarar geti stutt við vísindarannsóknir með því að merkja svæði á yfirborði Mars.

Í þessu hefti er einnig grein um Multiverso verkefnið en í því leiða saman hesta sína stjörnufræðingur og tónlistarmaður með það markmið að auka áhuga fólks á stjörnufræði. Frá því síðla árs 2009 hefur verkefnið náð til tugþúsunda manna á Spáni með ýmsum hætti, til dæmis í gegnum plötuútgáfu og tónleika.

Tenglar

Tengiliðir

Jorge Rivero González
ESO, education and Public Outreach Department
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6222
Email: jrivero@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12039

Myndir

Forsíða 12. heftist CAPjournal
Forsíða 12. heftist CAPjournal