ann12031-is — Tilkynning

Viðburðir í tilefni 50 ára afmælis ESO

27. apríl 2012

Viðburðarstjórum býðst nú að taka þátt í alþjóðlegri röð samræmdra viðburða þann 5. október 2012 þegar 50 ár verða liðin frá stofnun Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Haldið verður upp á rannsóknir Evrópumanna á suðurhimninum með margvíslegum hætti.

ESO býður almenningsstjörnustöðvum, stjörnuverum, vísindasöfnum, listasöfnun og fleiri opinberum stöðum, sem og fólki sem starfar á slíkum vettvangi, að hafa umsjón með einum af þessum viðburðum.

Aðalviðburðurinn verður bein útsending frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile þar Very Large Telescope (VLT), öflugasta stjörnusjónauka heims fyrir sýnilegt ljós, er að finna. Einnig verður birt glæsileg áður óséð stjörnuljósmynd frá ESO.

Fyrir utan beinu útsendinguna og birtingu nýju myndarinnar, munu fulltrúar ESO heimsækja staðina, fjalla um stjörnustöðvar ESO og kynna nýjustu niðurstöður þeirra. Skipuleggjendur eiga líka kost á að bæta við ýmsu öðru aukreitis eins og kynningarefni, fyrirlestrum, sýningum, til dæmis Awesome Universe (50 ára afmælissýningu ESO) eða öðru.

Hægt er að fá ýmsa varninga fyrir viðburðinn, þar á meðal afmælisbók ESO „Europe to the Stars“ og samnefnda heimildarmynd (á DVD og Blu-ray); bókina „The Jewel of the Mountaintop“ um sögu ESO, veggspjöld, póstkort, límmiða og fleira.

Þann 5. október 1962 undirrituðu stofnþjóðirnar Belgía, Frakkland, Þýskaland, Holland og Svíþjóð ESO sáttmálann. Föstudagurinn 5. október 2012 markar því 50 ára afmæli ESO.

Skipuleggjendur geta nálgast frekari upplýsingar á 50 ára afmælisvef ESO http://www.eso.org/public/events/special-evt/5oct2012/organisers.html

Frekari upplýsingar

Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Douglas Pierce-Price
ESO Public Information Officer
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6759
Email: dpiercep@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12031

Myndir

ESO 50th anniversary events
ESO 50th anniversary events
texti aðeins á ensku