ann12029-is — Tilkynning

AwESOme Universe — Alheimurinn með augum Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli

Taktu þátt í uppsetningu ljósmyndasýningu um rannsóknir Evrópumanna á suðurhimninum í 50 ár

26. apríl 2012

Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO) býður almenningsstjörnustöðvum, stjörnuverum, vísindasöfnum, listasöfnum og aðra opinbera staði, sem og fólk sem starfar á slíkum stöðum, að gerast þátttakendur í alþjóðlegri ljósmyndasýningu árin 2012-2013 þar sem rannsóknum Evrópumanna á suðurhimninum er fagnað. Sýningin ber yfirskriftina „Awesome Universe — the Cosmos through the Eyes of the European Southern Observatory“ og er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli ESO. Skipuleggjendur eiga möguleika á að sækja um styrki fyrir sýninguna.

Sýningin er ætluð almenningi og munu gestir eiga kost á að berja augum 50 glæsilegar ljósmyndir af fyrirbærum eins og vetrarbrautum, geimþokum og stjörnuþyrpingum eins og þær hafa birst stjörnustöðum ESO, sem eru með öflugustu stjörnustöðum heims, auk fallegra mynda af stjörnustöðvunum sjálfum sem staðsettar eru á óvenjulegum en glæsilegum stöðum. Aukasýningarspjöld kynna ESO og það sem borið hefur á góma í 50 ára sögu samtakanna. Myndirnar eru stórglæsilegar og munu vekja áhuga stjörnuáhugafólks en laða líka til sýn breiðari hóp áhorfenda. Myndasafnið gæti sömuleiðis verið hluti af stærri sýningu eða viðburðum.

Hægt er að fá minjagripi til sölu, þar á meðal: Fagurskreyttan bækling um sýninguna; afmælisbók ESO „Europe to the Stars“ og samnefnda heimildarmynd (á DVD og Blu-ray); bókina „The Jewel of the Mountaintop“ um sögu ESO, veggspjöld, póstkort og fleira.

Sýningarnar eru samstarfsverkefni milli ESO og skipuleggjenda á hverjum stað fyrir sig, sér í lagi í aðildarríkjum ESO en líka víða um heim. Takmarkaður fjöldi af styrkjum er í boði til að fjármagna sýninguna að hluta en allir skipuleggjendur geta tekið þátt í magnpöntun á myndunum í mestu gæðum á lægsta mögulega verði. Ljósmyndirnar og minjagripirnir eru í boði á kostnaðarverði sé tiltekið magn pantað.

Allt sýningarefni er til á rafrænu formi. Skipuleggjendum er frjálst að prenta myndirnar hvernig sem þeir vilja þótt til sé lýsing á þeirri prentunaðferð sem helst er mælt með að farið sé eftir.

Hægt er að sækja um fjárstyrk eða taka þátt í magnpöntuninni til 1. júní 2012.

Skipuleggjendur geta fengið frekari upplýsingar á síðu „Awesome Universe“ http://www.eso.org/public/events/special-evt/awesome-universe/organisers.html.

Frekari upplýsingar

Árið 2012 fagnar European Southern Observatory (ESO), stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli, fimmtíu ára afmæli sínu. ESO er fremsta fjölþjóðlega stjörnustöð Evrópu og ein öflugasta stjörnustöð heims. Hún nýtur stuðnings 15 landa: Austurríkis, Belgíu, Brasilíu, Tékklands, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands, Portúgals, Spánar, Svíþjóðar, Sviss og Bretlands. Með því að reisa og reka öflugustu stjörnuathugunarstöðvar heims leggur ESO grunninn að mikilvægum uppgötvunum stjörnufræðinga. Í Chile rekur ESO þrjár stjörnuathugunarstöðvar í heimsflokki: La Silla, Paranal og Chajnantor. Á Paranalfjalli starfrækir ESO Very Large Telescope, fullkomnustu stjörnusjónauka heims sem notaðir eru til athugana á sýnilegu ljósi og tvo kortlagningarsjónauka. VISTA er stærsti kortlagningarsjónauki veraldar fyrir innrautt ljós og VLT Survey Telescope er stærsti sjónauki heims sem eingöngu er ætlað að kortleggja himinn í sýnilegu ljósi. ESO er þátttakandi í ALMA, byltingarkenndum útvarpssjónauka og stærsta stjarnvísindaverkefni heims. ESO hyggur einnig á smíði 40 metra risasjónauka, European Extremely Large Telescope eða E-ELT sem verður „stærsta auga jarðar“.

Tenglar

Tengiliðir

Douglas Pierce-Price
ESO Public Information Officer
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6759
Email: dpiercep@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12029

Myndir

Awesome Universe
Awesome Universe