Tilkynning

ESOcast 42: Horft til himins

Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #2

19. apríl 2012

Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky.

„Horft til himins“ er annar þátturinn í þessari röð og jafnframt 42. þáttur ESOcast. Í þættinum skoðum við hvernig ESO hefur hjálpað til við að afhjúpa leyndardóma alheimsins. Stjörnufræðingar þurftu öflugri tæki til að rannsaka himininn og veitti ESO þeim þau. Með nýrri kynslóð byltingarkenndra sjónauka á jörðinni, hafa stjörnufræðingar fengið sæti í fremstu röð til að kanna undur alheimsins.

Sjónaukar og mælitæki ESO hafa gert stjörnufræðingum kleift að skyggnast dýpra inn í alheiminn en nokkru sinni fyrr. Með þeim hafa þeir skoðað allt frá nálægum reikistjörnum í sólkerfinu okkar til vetrarbrauta í órafjarlægð, sumar hverjar sem sjást skömmu eftir að alheimurinn varð til fyrir næstum fjórtán milljörðum ára.

Kíktu á þáttinn til að fræðast meira um sjónauka ESO og áhrif þeirra á stjarnvísindarannsóknir.

Frekari upplýsingar

ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.

Þú getur gerst áskrifandi að vefvarpinu okkar og þannig fengið nýjustu fréttir af ESO:: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.

Tenglar

  • Horfðu á og sæktu ESOcast 41 hér 
  • Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér 
  • Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD 
  • Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB 
  • Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir

Þakkir

ESO

Directed by: Lars Lindberg Christensen
Art Direction, Production Design: Martin Kornmesser
Producer: Herbert Zodet
Written by: Govert Schilling
3D animations and graphics: Martin Kornmesser & Luis Calçada
Editing: Martin Kornmesser
Cinematography: Herbert Zodet & Peter Rixner
Sound engineer: Cristian Larrea
Narration Mastering: Peter Rixner
Host & Lead Scientist: Dr J (Dr Joe Liske, ESO)
Narration: Sara Mendes da Costa
Soundtrack & Sound Effects: movetwo — Axel Kornmesser & Markus Löffler
Footage and photos: ESO, Stéphane Guisard (www.eso.org/~sguisard), Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi/TWAN, A. Santerne, Martin Kornmesser, ESO Historical Picture Archive: J. Dommaget/J. Boulon/J. Doornenbal/W. Schlosser/F.K. Edmondson/A. Blaauw/Rademakers/R. Holder, Mineworks, Daniel Crouch/Rare Books (www.crouchrarebooks.com), Getty Images, Royal Astronomical Society/Science Photo Library, Jay M. Pasachoff, Chris de Coning,/South African Library/Warner-Madear, Africana Museum/Warner, Leiden University, G. Brammer and Nick Risinger (skysurvey.org)
Technical support: Lars Holm Nielsen and Raquel Yumi Shida
DVD Authoring: Andre Roquette
Proof reading: Anne Rhodes
Executive producer: Lars Lindberg Christensen

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12028

Myndir

Skjáskot af ESOcast 42
Skjáskot af ESOcast 42

Myndskeið

ESOcast 42: Horft til himins – Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #2
ESOcast 42: Horft til himins – Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #2