ann12021-is — Tilkynning
ESOcast 41: Haldið suður á bóginn
Sérstakur 50 ára afmælisþáttur #1
21. mars 2012
Í október 2012 heldur ESO upp á 50 ára afmæli sitt en þangað til munum við sýna átta aukaþætti af ESOcast. Hver þáttur er kafli úr heimildarmyndinni Europe to the Stars — ESO’s First 50 Years of Exploring the Southern Sky.
Fyrsti þátturinn — sem nefnist „Haldið suður á bóginn“ eða „Going South“ — segir frá tilurð ESO og einkum og sér í lagi hvers vegna evrópskir stjörnufræðingar ákváðu að rannsaka suðurhimininn með því að koma upp stjörnustöð í Chile.
Þar til fyrir fimmtíu árum voru næstum allir stóri stjörnusjónaukar heims á norðurhveli. Stjörnufræðingar áttuðu sig þó fljótt á mikilvægi suðurhiminsins. Til að mynda sést miðja okkar vetrarbrautar mjög illa frá norðurhveli en kemst í hvirfilpunkt á suðurhveli. Önnur mikilvæg fyrirbæri eins og Magellansskýin — tvær fylgivetrarbrautir okkar vetrarbrautar — sjást ekki frá Evrópu en eru mjög áberandi sunnan miðbaugs. Að halda suður á bóginn hjálpaði líka til við að forðast ljósmengun og óhagstætt veður sem plagar margar sjtörnustöðvar í Evrópu.
Í þessum þætti er sagt frá mikilvægum skrefum í átt að stofnun ESO, frá fyrsta fundinum í bátsferð í Hollandi í júní 1953 þegar stjörnufræðingarnir Walter Baade og Jan Oort sögðu starfsbræðrum sínum frá fyrirætlunum þeirra um evrópska stjörnustöð á suðurhveli og þar til fimm evrópuríki undirrituðu stofnsáttmála ESO 5. október 1962 (Belgía, Þýskaland, Frakkland, Holland og Svíþjóð).
Kíktu á þáttinn til að fræðast meira um þá vegferð sem Evrópa hóf fyrir hálfri öld og leitt hefur til stórfenglegra uppgötvana á undrum alheimsins.
Frekari upplýsingar
ESOcast er vefvarpsþáttaröð sem helguð er nýjustu fréttum af rannsóknum ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli.
Gerstu áskrifandi að vefvarpinu okkar til að fylgjast með nýjustu fréttum af ESO: ESOcast er að finna í HD og SD í iTunes. Það er einnig að finna á YouTube, Vimeo og dotSUB og má að auki hlaða niður á nokkrum sniðum, þar á meðal í háskerpu.
Tenglar
- Horfðu á og sæktu ESOcast 41 hér
- Öll önnur vefvörp okkar eru fáanleg hér
- Gerstu áskrifandi að þáttunum á iTunes í HD eða SD
- Fylgstu með okkur á YouTube, Vimeo eða dotSUB
- Gerstu vinur okkar Facebook eða fylgdu okkur á Twitter til að fá frekari fréttir
Þakkir
ESO
Leikstjóri: Lars Lindberg Christensen
Listrænn stjórnandi: Martin Kornmesser
Framleiðandi: Herbert Zodet
Handrit: Govert Schilling
Þrívíddarmyndir og grafík: Martin Kornmesser & Luis Calçada
Klipping: Martin Kornmesser
Kvikmyndataka: Herbert Zodet & Peter Rixner
Hljóðblöndun: Cristian Larrea
Hljóðlböndun talsetningar: Peter Rixner
Þáttarstjórnandi & aðalvísindamaður: Dr J (Dr Joe Liske, ESO)
Þulur: Sara Mendes da Costa
Tónlist & hljóð: movetwo - Axel Kornmesser & Markus Löffler
Myndir og myndefni: ESO, Stéphane Guisard (www.eso.org/~sguisard), Christoph Malin (christophmalin.com), Babak Tafreshi/TWAN, A. Santerne, ESO Historical Picture Archive: J. Dommaget/J. Boulon/J. Doornenbal/W. Schlosser/F.K. Edmondson/A. Blaauw/Rademakers/R. Holder, Mineworks, Daniel Crouch/Rare Books (www.crouchrarebooks.com), Getty Images, Royal Astronomical Society/Science Photo Library, Jay M. Pasachoff, Chris de Coning,/South African Library/Warner-Madear, Africana Museum/Warner, Leiden University og G. Brammer.
Tækniaðstoð: Lars Holm Nielsen og Raquel Yumi Shida
Umsjón með DVD útgáfu: Andre Roquette
Prófarkarlestur: Anne Rhodes
Aðalframleiðandi: Lars Lindberg Christensen
Um tilkynninguna
Auðkenni: | ann12021 |