ann12020-is — Tilkynning

22. hefti Science in School komið út!

19. mars 2012

Nýjasta hefti tímaritsins Science in School er nú aðgengilegt á netinu og í prentútgáfu. Tímaritið er eins og áður helgað náttúrufræðikennurum og inniheldur fjölmargar áhugaverðar greinar og verkefni fyrir nemendur og kennara.

Í nýjasta heftinu er sjónum beint að vísindunum á bakvið réttarrrannsóknir og hvernig nemendur geta gert DNA prófíl í skólum. Af sama meiði er grein sem útskýrir hvernig búa má til eigin smásjá. Í greininni „Harnessing the power of the Sun“ er sagt frá virkni tokamak samrunaofna en af öðrum greinum má nefna umfjöllun um náttúrulega myndun vetnis í bakteríum, rannsóknir á hnattrænni hlýnun á Suðurheimsskautinu, ástríðu eins geimvísindamanns fyrir stjörnufræði og leiðbeiningar um smíði eigin pappírsflaugar. Ennfremur eru upplýsingar um síðustu evrópukeppni ungra vísindamanna þar sem aðstandendur EIROforum — ESO þar á meðal — gáfu vegleg verðlaun.

Science in School er gefið út af EIROforum, samstarfsverkefni átta evrópskra rannsóknamiðstöðva sem ESO er aðili að. Tímaritið fjallar um þverfaglega vísindakennslu í Evrópu og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert í kennslu og rannsóknum í fremstu röð.

Á netinu má finna fjölda greina úr tímaritinu og þýddar útgáfur af þeim á mörgum evrópskum tungumálum. Þú getur lagt þitt af mörkum og þýtt greinar úr Science in School yfir á eigið tungumál til birtingar á netinu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Science in School.

Tenglar

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12020

Myndir

Science in School - 22. hefti - Vor 2012
Science in School - 22. hefti - Vor 2012