ann12016-is — Tilkynning

BMW og Paranal

„Some sights you never forget“

6. mars 2012

Hinn heimskunni bílaframleiðandi frá Bæjaralandi í Þýskalandi, BMW, valdi að nota Paranal stjörnustöð ESO, heimkynni Very Large Telescope (VLT), fyrir kynningarherferð sína á nýjasta bíl sínum, Gran Coupé úr 6. línu, sem frumsýndur verður á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf þann 6. mars 2012.

Bílinn sést fyrir framan nokkra af þeim sjónaukum sem mynda VLT. Glöggir taka eflaust eftir því að nýrri málmbyggingu hefur verið bætt við svæðið svo nýi tveggja dýra fólksbíll BMW lítur út eins og hann komi beint úr James Bond kvikmynd, rétt eins og hið margverðlaunaða Residencia hótel Paranal stjörnustöðvarinnar.

Ský á himni er önnur óvenjuleg viðbót við myndina. Þótt ský séu algeng á flestum stöðum á jörðinni eru 330 dagar á ári heiðríkir í Paranal. Tekin var mynd af skýjum yfir Los Angeles og bætt inn á myndina. Atacamaeyðimörkin er einn þurrasti staður jarðar og er tindur Cerro Paranal í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli, langt frá allri ljósmengun, sem tryggir stjörnufræðingum frábærar aðstæður allt árið.

Í kynningarefni lúxusbílsins sést líka sólmyrki leiða í ljós glæsilegar línur bílsins undir slagorðum eins og „some sights you never forget“ og „some things are worth waiting for“ — slagorð sem stjörnufræðingar í Paranal geta tengt við þegar þeir rannsaka næturhimininn frá Atacamaeyðimörkinni í Chile.

Þýski ljósmyndarinn Georg Fischer tók myndirnar af VLT sem notaðar verða í upplýsingabæklingum um nýja bílinn. Hann er vanur myndatökum á krefjandi en um leið glæsilegum stöðum. Aðspurður hvers vegna hann valdi Paranal, sagðist Fischer hafa heillast af einstöku og ægifögru landslaginu í kringum VLT.

Tenglar

Tengiliðir

Sævar Helgi Bragason
University of Iceland
Reykjavík, Iceland
Farsími: +354-896-1984
Tölvupóstur: eson-iceland@eso.org

Mathieu Isidro
ESO, education and Public Outreach Department
Garching, Germany
Tel: +49 89 3200 6222
Email: misidro@eso.org

Um tilkynninguna

Auðkenni:ann12016

Myndir

Gran Coupé úr 6. línu BMW og Paranal stjörnustöðin
Gran Coupé úr 6. línu BMW og Paranal stjörnustöðin