Fréttatilkynningar 2009

Gerstu áskrifandi að fréttapóstlista
eso0949is — Fréttatilkynning
VISTA: Nýr kortlagningarsjónauki tekinn í notkun
11. desember 2009: Nýr sjónauki — VISTA (the Visible and Infrared Survey Telescope for Astronomy) — hefur verið tekinn í notkun í Paranal stjörnustöð ESO og hafa fyrstu myndirnar verið birtar. VISTA er innrauður kortlagningarsjónauki, sá stærsti í heiminum sem helgaður er kortlagningu himins. Sjónaukinn hefur stóran safnspegil, vítt sjónsvið og mjög næm mælitæki sem munu draga upp nýja mynd af suðurhimninum. Nýjar og glæsilegar myndir af Logaþokunni, miðju Vetrarbrautarinnar og vetrarbrautaþyrpingunni í Ofninum sýna getu sjónaukans vel.
eso0940is — Fréttatilkynning
Litríkt stjarnfræðilegt skartgripaskrín opnað
29. október 2009: Myndir teknar með þremur sjónaukum, Very Large Telescope ESO á Cerro Paranal, 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöðinni og Hubble geimsjónauka NASA og ESA, sýna hina glæsilegu lausþyrpingu Skartgripaskrínið í glænýju ljósi.
eso0938is — Fréttatilkynning
Lítill en öflugur nágranni Vetrarbrautarinnar
14. október 2009: Í dag birtir ESO nýja og glæsilega mynd af einni nálægustu nágrannavetrarbraut okkar, Barnardsþokunni eða NGC 6822. Í vetrarbrautinni er nokkuð öflug stjörnumyndun og fjöldi forvitnilegra geimþoka eins og bólan sem sést ofarlega til vinstri á myndinni. Vegna smæðar og sérkennilegrar lögunar flokka stjörnufræðingar NGC 6822 sem óreglulega dvergvetrarbraut. Lögun hennar hjálpar stjörnufræðingum að skilja hvernig vetrarbrautir víxlverka, þróast og gleypa stundum hverja aðra og skilja þá eftir sig stjörnusvermi.
eso0936is — Fréttatilkynning
Þríleiknum lokið
28. september 2009: Þriðja myndin í GigaGalaxy Zoom verkefni ESO hefur verið birt. Þar með lýkur á glæstan hátt köfun okkar inn í Vetrarbrautina. Nýjasta myndin fylgir í kjölfar tveggja annarra sem birst hafa síðustu tvær vikur af himninum eins og hann sést með berum augum og í gegnum áhugamannasjónauka. Þriðja myndin er stórglæsileg 370 milljón pixla mynd af Lónþokunni í þeirri dýpt og þeim gæðum sem stjörnufræðingar þurfa í viðleitni sinni til að skilja alheiminn.
eso0935is — Fréttatilkynning
ALMA sjónaukinn nær nýjum hæðum
23. september 2009: ALMA stjörnustöðin (Atacama Large Millimeter/submillimeter Array) hefur stigið stórt skref fram á við — og upp á við. Í fyrsta sinn hefur eitt af loftnetum stjörnustöðvarinnar verið flutt upp í 5000 metra hæð á Chajnantor sléttuna í Andesfjöllum Chile með sérsmíðuðum risaflutningabíl. Loftnetið vegur um 100 tonn, er 12 metra breitt og var flutt á þann stað þar sem það mun skyggnast út í alheiminn í einstaklega þurru háfjallalofti sem er kjörið fyrir mælingar ALMA.
eso0934is — Fréttatilkynning
Þysjað inn að miðju Vetrarbrautarinnar
21. september 2009: Önnur myndin af þremur í GigaGalaxy Zoom verkefni ESO hefur verið birt. Um er að ræða nýja og glæsilega 340 milljón pixla mynd af miðsvæðum Vetrarbrautarinnar eins og hún birtist í gegnum áhugamannasjónauka frá Paranal stjörnustöð ESO í Chile.
eso0932is — Fréttatilkynning
ESO birtir glæsilega og gagnvirka 360 gráðu víðmynd af öllum næturhimninum
14. september 2009: Fyrsta myndin af þremur í GigaGalaxy Zoom verkefninu — ný og glæsileg 800 milljón pixla víðmynd af næturhimninum eins og hann birtist frá stjörnustöðvum ESO í Chile — hefur verið birt. Verkefnið gerir stjörnuáhugafólki kleift að skoða og upplifa alheiminn eins og hann sést með berum augum frá dimmustu og bestu stjörnuathugunarstöðum heims.
eso0931is — Fréttatilkynning
NGC 4945: Ekki svo fjarskyld frænka Vetrarbrautarinnar
2. september 2009: ESO hefur birt nýja og glæsilega ljósmynd af nálægri vetrarbraut sem margir stjörnufræðingar telja að líkist Vetrarbrautinni okkar. Þótt þessi vetrarbraut, sem nefnist NGC 4945, sé á rönd benda athuganir til að stjörnusvermurinn sé þyrilþoka, eins og Vetrarbrautin okkar, með bjarta arma og bjálka í miðjunni. Kjarni NGC 4945 er bjartari og þar leynist líklega risasvarthol sem er að gleypa í sig efni og gefa um leið frá sér orku út í geiminn.
eso0930is — Fréttatilkynning
Þrjár þokur í Þrískiptuþokunni
26. ágúst 2009: Í dag birtir ESO nýja mynd af Þrískiptuþokunni (e. Trifid Nebula) sem sýnir vel hvers vegna hún er í miklu uppáhaldi stjörnuáhugamanna og stjörnufræðinga. Þessi stóra stjörnuverksmiðja dregur nafn sitt af dökku rykslæðunum sem skipta þokunni í þrennt. Þrískiptaþokan er sjaldséð blanda þriggja tegunda þoka þar sem nýjar og öflugar stjörnur eru að myndast.
eso0926is — Fréttatilkynning
Örn af stjarnfræðilegri stærð
16. júlí 2009: Í dag birtir ESO nýja og glæsilega mynd af svæðinu í kringum Arnarþokuna, stjörnumyndunarsvæði þar sem nýmótaðar stjörnuþyrpingar höggva risastöpla úr gasinu og rykinu.
eso0925is — Fréttatilkynning
Nýtt portrett af vatnslitadýrð Omegaþokunnar
7. júlí 2009: Omegaþokan er stjörnumyndunarsvæði þar sem nýfæddar stjörnur lýsa upp og móta stóran pastellitaðan ævintýraheim gass og ryks, eins og sjá má á nýrri ljósmynd ESO.
eso0924is — Fréttatilkynning
Nýr leiðarvísir stjörnufræðinga um Vetrarbrautina: Stærsta kort af köldu ryki birt
1. júlí 2009: Stjörnufræðingar hafa birt nýtt kort af innri svæðum Vetrarbrautarinnar sem sýnir þúsundir þéttra og áður óþekktra kekki úr köldu geimryki — hugsanlega fæðingarstaði nýrra stjarna. Kortið var búið til úr mælingum sem gerðar voru með APEX sjónaukanum í Chile. Kortið er hið stærsta sem birst hefur af köldu ryki og mun því veita ómetanlegar upplýsingar fyrir athuganir með ALMA sjónaukanum í framtíðinni og Herschel geimsjónauka ESA sem nýlega var skotið á loft.
Niðurstöður 1 til 12 af 12